Síur
Sýna 3 vörur

Gluggaþvottur

Gluggar eru ómissandi þáttur hvers heimilis. Gluggar gefa okkur útsýni út í umheiminn, hleypa dagsbirtu inn á heimilið og leyfa okkur að njóta ferska loftsins að utan þegar við viljum. Þess vegna er mikilvægt að halda gluggum heimilisins hreinum, þó það sé hægara sagt en gert. Gluggarnir okkar verða fyrir alls konar hnjaski, hvort sem það er snjókoma, svifryk eða káf frá skítugum puttum. Hér að ofan finnurðu úrval okkar af hagkvæmum lausnum til að halda gluggunum þínum hreinum og fínum.

Hvernig virka gluggaþvottatól?

Í BAUHAUS finnur þú mismunandi gerðir af tækjum og tólum til gluggaþvottar. Algeng gerð af gluggaþvottasetti sem fæst í BAUHAUS saman stendur af sápu spreybrúsa, míkrófíber tusku og rafhlöðuknúinni sköfu sem sýgur í sig óhreina vatnið eftir að þú hefur þvegið gluggann. Þú einfaldlega fyllir brúsann af gluggaþvottasápu og vatni, spreyjar blöndunni á gluggann og þrífur með tuskunni. Passaðu þig að ná öllum hornum og fara vel yfir allan gluggann. Svo notar þú sköfuna til þess að soga í sig óhreinindin og bleytuna sem er eftir á glugganum. Notkun rafknúinnar sköfu tryggir að engar rákir eða kámug för verði eftir á glugganum. Þú getur einnig notað gluggaþvottavélina á annað gler á heimilinu, eins og sturtuglerið, spegilinn í anddyrinu eða flísarnar inni á baði.

Hvað ef gluggarnir mínir verða ekki hreinir eftir þvott?

Ef þú hefur reynt að þrífa glugga heimilisins hátt og lágt en þeir virðast alltaf skítugir gæti verið að það sé kominn tími til að skipta gluggum heimilsins út. Gler í gluggum getur enst í allt að 20 ár, en þá er yfirleitt kominn tími á að skipta þar sem einangrunin versnar með tímanum. Ef þú heldur að það sé kominn tími á nýtt gler í gluggana þína eða þú vilt skipta gluggunum alveg út geturðu skoðað úrvalið okkar af gluggum hér.

Aukin friðhelgi og fallegri gluggar

Finnst þér sjást óþægilega mikið inn um baðherbergisgluggann heima hjá þér? Finnst þér glugginn í útidyrahurðinni óspennandi og vilt fríska einhvern veginn upp á hann? Skoðaðu úrvalið okkar af gluggafilmum hér og fáðu innblástur fyrir þína glugga.

FAQ

Hvernig fæ ég hreina og glansandi glugga?

  • Með gluggaþvottasettunum frá BAUHAUS nærðu glansandi hreinum gluggum með hverjum þvotti. Við mælum með því að kaupa sett með rafknúinni sköfu sem sýgur í sig vatnið og óhreinindin eftir að þú hefur þrifið gluggann, svo að glugginn verði laus við allar rákir.

Hver er auðveldasta leiðin til að fjarlægja ísingu af gluggum?

  • Einföld og þægileg leið til þess að fjarlægja ísingu af gluggum er að blanda saman vatni og frostlegi og spreyja á gluggann yfir ísinguna. Leyfðu því að sitja í eina mínútu og skafaðu ísinn svo af. Þú getur einnig skoðað sérstakar íssköfur hér að ofan.

In conclusion, while the Icelandic landscapes offer breathtaking views, cloudy windows can sometimes obstruct that beauty. Investing in a good set of window washing tools ensures that whether it's the midnight sun or the northern lights, you get a clear, unobstructed view every time.

Gluggaþvottur

Sýna 3 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form