
Skilmálar
Skilmáli þessi gildir um kaup á vöru inn á vefversluninni, BAUHAUS.is, og er hann staðfestur þegar gengið er frá kaupum. Skilmálinn er aðeins gefin út á íslensku. Um neytendakaup er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu auk laga um persónuvernd.
Skilmáli þessi gildir um kaup á vöru inn á vefversluninni, BAUHAUS.is, og er hann staðfestur þegar gengið er frá kaupum. Skilmálinn er aðeins gefin út á íslensku. Um neytendakaup er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu auk laga um persónuvernd.
1. Skilgreining
Seljandi er BAUHAUS slhf., kt.: 700408-0780, með vsk. númer er 97890. BAUHAUS slhf er skráð fyrirtæki hjá fyrirtækjaskrá Íslands.
2. 12 mánaða skilaréttur
Kaupandi hefur 12 mánuði til þess að ákveða sig hvort að hann vilji halda vörunni, skila henni eða skipta. Ef skila á vörunni fæst full endurgreiðsla. Varan þarf þó að vera óopnuð í upprunalegum umbúðum og kassakvittun þarf að fylgja með. Vörur sem ekki eru með skilarétt eru:
a) sérpantanir. en sérpöntun er vara sem ekki er til á lager hjá BAUHAUS slhf.
b) Vörur sem hafa verið sérunnar fyrir kaupanda, t.d. borðplötur og aðrar vörur sem hafa verið sagaðar eða skornar niður í ákveðna lengd.
c) Lifandi pöntur.
a) sérpantanir. en sérpöntun er vara sem ekki er til á lager hjá BAUHAUS slhf.
b) Vörur sem hafa verið sérunnar fyrir kaupanda, t.d. borðplötur og aðrar vörur sem hafa verið sagaðar eða skornar niður í ákveðna lengd.
c) Lifandi pöntur.
d) Útsöluvörur eða útstillingar sem hafa verið seldar
Ef um vafamál sé að ræða um útlit vöru eða pakkningu þegar að skil eiga sér stað og BAUHAUS hefur samþykkt að taka við vöru er gefin út inneignarnóta.
BAUHAUS áskilur sé rétt til þess að sannreyna að vara sé í lagi innan eðlilegra tímamarka.
3. Verðöryggi
Við hjá BAUHAUS könnum reglulega sölu- og einingaverð sömu vara á markaðnum og við bjóðum til að þú getir verið viss um að þú sért að greiða lágt verð og gera góð kaup hjá okkur.
Verðöryggi þýðir að ef þú finnur sömu vöru og þú keyptir hjá BAUHAUS ódýrari hjá seljanda hér á Íslandi, þá jöfnum við það verð.
Við jöfnum verðið ef:
Þú fannst sömu vöruna hjá seljanda hér á Íslandi innan 7 daga frá kaupum hjá okkur, t.d. sama vörumerki, tiltekna tegund eða útgáfu af vöru;
Varan er til á lager hjá seljanda hér á Íslandi;
Endanlegt söluverð vöru er lægra hjá seljanda en hjá okkur.
Verðöryggi tekur til endanlegs söluverðs vöru hjá seljanda en tekur ekki til þjónustu og/eða kostnaðar, eins og t.d. flutningskostnaðar.
Varan er til á lager hjá seljanda hér á Íslandi;
Endanlegt söluverð vöru er lægra hjá seljanda en hjá okkur.
Verðöryggi tekur til endanlegs söluverðs vöru hjá seljanda en tekur ekki til þjónustu og/eða kostnaðar, eins og t.d. flutningskostnaðar.
Við gætum óskað eftir gögnum þar sem fram kemur verð seljanda sem þú biður okkur um að jafna (t.d. að söluverð vöru komi fram á tilboðsblaði, mynd af hilluverði vöru, auglýsingu, vefsíðu eða öðru markaðsefni).
Ef þú finnur sömu vöru og þú keyptir hjá BAUHAUS á lægra verði hjá seljanda hér á Íslandi innan sjö (7) daga, greiðum við þér mismuninn til baka. Við munum biðja þig um að leggja fram kvittun eða reikning sem sýnir að þú hafir keypt vöruna hjá BAUHAUS.
Verðöryggi gildir um verð hvort um sé að ræða útsölu, tilboð eða sérverð. Gildir ekki um rýmingarsölu.
4. Auglýsingavernd
Komi til þess að vara seljist upp á meðan blað eða auglýsing er í gildi, er hægt að búa til viðskiptapöntun. Þá getur kaupandi tryggt sér ákveðna vöru á ákveðnu verði. Þetta gildir þó ekki ef um takmarkað magn sé að ræða. Ef um augljósa prent- eða innsláttarvillu er að ræða gefur BAUHAUS sér leyfi til þess að rifta kaupum.
5. Pöntun
Þegar pöntun er gerð skuldbindur seljandi sig til að afgreiða pöntunina. Komi til þess að villa sé í hugbúnaði, upplýsingum eða verði getur það leitt til þess að pöntun verði afturkölluð og vörur á pöntuninni endurgreiddar. Í kjölfar þess að pöntun hafi verið kláruð berst tölvupóstur til kaupanda með staðfestingu á pöntun.
Geymslutími pantana er að hámarki 5 dagar. Séu aðstæðu slíkar að ekki tekst að sækja pöntun innan 5 daga er krafist geymslugjalds.
Geymslugjald er 295.- kr á fyrir hvern dag yfir 5 daga geymslu.
6. Vöruupplýsingar
Allar upplýsingar um vörur eru veittar eftir bestu vitund. Allar upplýsingar eru með fyrirvara um prent-, innsláttar- og birtingarvillur í texta, myndum og verði. Komi til þess að vara sé uppseld sem kaupandi hefur lagt inn pöntun fyrir mun seljandi hafa samband við kaupanda og bjóða, aðra vöru, endurgreiðslu eða að beðið sé eftir vörunni.
7. Verð
Verð sem BAUHAUS gefur upp er verð með vsk. BAUHAUS áskilur sér þann rétt að vörur geti hætt í sölu. BAUHAUS áskilur sér rétt til að hækka verð vegna atvika sem eru ófyrirsjáanleg. Uppgefið verð í BAUHAUS er reiknað án sendingarkostnaðs nema annað sé tekið fram. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun. Í sérstökum tilfellum getur sendingarkostnaður verið hærri en upphaflega. T.d. ef bætt er við þjónustu eða pöntun eftir á. Sérstök vefverslunarverð gilda einungis þegar verslað er á bauhaus.is en ekki í sjálfri versluninni.
8. Greiðsla
Ef um er að ræða afhendingu á heimilisfang viðskiptavinar er öll upphæðin að meðtöldum sendingarkostnaði tekin af kort viðskiptavinar. Sé ekki til heimild fyrir vörunni eða ef hún hefur ekki verið greidd að fullu áskilur BAUHAUS rétt á að halda vörunni og óska eftir því að viðskiptavinur klári greiðslu. Komi til vanskila er vörunum skilað til BAUHAUS. Sé vara sett í reikning gilda skilmálar um fyrirtækjasviðskipti.
9. Afhending
Afhendingartími er frá því að pöntun er móttekin af BAUHAUS.is þar til hún hefur verið afhent viðskiptavini. Afhendingartími getur verið breytilegur eftir vörum en upplýsingar um áætlaðan afhendingartíma eru uppgefnar við pöntun eða á pöntunarseðli. Ef komi til þess að BAUHAUS getur ekki afhent pöntun vegna sérstakra aðstæðna, fellur afhendingarskyldan niður. Komi til þess að mikil seinkun verði á afhendingu getur viðskiptavinur valið að hætta við pöntun og fengið endurgreitt eða skipta um vöru. Þetta á þó ekki við um sérpantanir.
Sé pöntun ósótt í verslun BAUHAUS getur lagst á geymslugjald, en það gjald leggst á 5 dögum eftir að staðfesting, um að pöntun sé klár til afhendingar, hefur verið send.
Sé pöntun ósótt í verslun BAUHAUS getur lagst á geymslugjald, en það gjald leggst á 5 dögum eftir að staðfesting, um að pöntun sé klár til afhendingar, hefur verið send.
10. Yfirferð á vörum
Ávallt er mælt með því að viðskiptavinir skoði vörur vel þegar þær hafa verið mótteknar og gangi úr skugga um að allt sé eðlilegt. Komi til þess að galli eða skemmd sé á vörunni á tafarlaust að hafa samband við þjónustuver BAUHAUS eða koma í verslun með vörurnar.
Gert er ráð fyrir því að allar leiðbeiningar, sem fylgja vörunum, hafi verið yfirfarnar til að tryggja sem besta meðferð á vörunni fyrir notkun. Hafi vara verið tekin úr umbúðum eða notuð getur komið til þess að óskað verði eftir því að láta viðurkenndan þjónustuaðila skoða vöruna.
Gert er ráð fyrir því að allar leiðbeiningar, sem fylgja vörunum, hafi verið yfirfarnar til að tryggja sem besta meðferð á vörunni fyrir notkun. Hafi vara verið tekin úr umbúðum eða notuð getur komið til þess að óskað verði eftir því að láta viðurkenndan þjónustuaðila skoða vöruna.
11. Réttur við galla og vöntun
BAUHAUS ber ábyrgð á því að varan sé án galla þegar að hún er afhend. Ef vara er gölluð eða það vantar eitthvað í sendinguna, er BAUHAUS skylt að bæta fyrir sendinguna með t.d. viðgerð, afslætti eða endurgreiðslu en BAUHAUS áskilur sér rétt til að taka ákvörðun um hvað sé best að gera hverju sinni. Þessi réttur er í samræmi við neytendakaupslög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklings utan atvinnustarfsemi. Æskilegt er að viðskiptavinur tilkynni galla í tölvupósti til BAUHAUS. Það einfaldar meðferð málsins og hjálpar til við skráningu gallamála. Ábyrgð á framleiðslugöllum í rafmagnsverkfærum er 5 ár í BAUHAUS. Að öðru leyti gildir tveggja ára neytendaábyrgð af framleiðslugöllum. Ávallt skal hafa með upprunalega kvittun þegar tilkynning á galla fer fram. Meira um ábyrgðir má finna í lögum um neytendakaup á Íslandi.
12. Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupslög 48/2003 og miðast við kaupdagsetningu til einstaklings utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð galla 1 ár frá kaupdagsetningu skv. lögum um lausafjárkaup, lög nr.50/2000 .
BAUHAUS veitir hins vegar einstaklingum lengri ábyrgð á rafmagnsverkfærum og plöntum (sjá ábyrgðarskilmála) . BAUHAUS áskilur sér rétt til að senda þær vörur, sem taldar eru gallaðar, til sérstakrar skoðunar og í þeim tilfellum þar sem BAUHAUS ber ekki ábyrgð skal viðskiptavinur ákveða hvort viðgerðin fari fram á kostnað viðskiptavinar eða ekki.
Ábyrgð fellur úr gildi ef rekja má bilun til rangrar eða slæmrar meðferðar á vöru.
BAUHAUS veitir hins vegar einstaklingum lengri ábyrgð á rafmagnsverkfærum og plöntum (sjá ábyrgðarskilmála) . BAUHAUS áskilur sér rétt til að senda þær vörur, sem taldar eru gallaðar, til sérstakrar skoðunar og í þeim tilfellum þar sem BAUHAUS ber ekki ábyrgð skal viðskiptavinur ákveða hvort viðgerðin fari fram á kostnað viðskiptavinar eða ekki.
Ábyrgð fellur úr gildi ef rekja má bilun til rangrar eða slæmrar meðferðar á vöru.
Nauðsinlegt er að framvísa kvittun eða kaupnótu þegar farið er fram á ábyrgð. Kvittun eða kaupnóta er ábyrgðarskirteinið.
13. Persónuvernd
Persónuvernd þín er okkur mjög mikilvæg. Við viljum að þér finnist þér vera óhætt þegar þú átt viðskipti við okkur. Þess vegna gætum við, og eftirlitsaðilar okkar á sviði gagnaverndar, þess að fylgja öllum tilmælum um gagnavernd, þar á meðal og einkum reglugerð ESB um persónuvernd („almenna persónuverndarreglugerðin“), sem tekur gildi 25. maí 2018, sem og öll gildandi staðbundin lög. Hér á eftir er að finna upplýsingar um það í hvaða tilgangi persónuupplýsingum um þig er safnað og hvernig unnið er með þær og hvernig þú getur gætt þinna réttinda. Þú getur hvenær sem er, frá og með 25. maí 2018, sótt og prentað út almennu persónuverndarreglugerðina, sem er að finna neðst á öllum vefsíðum í netverslun okkar, á flipanum „Gagnavernd“.
Við nýtum okkur tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja UT-kerfi okkar gegn því að óviðkomandi aðilar fái aðgang að upplýsingunum okkar, breyti eða dreifi gögnum um þig, sem og að tryggja okkur gegn tapi og eyðingu gagna.
Við nýtum okkur tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja UT-kerfi okkar gegn því að óviðkomandi aðilar fái aðgang að upplýsingunum okkar, breyti eða dreifi gögnum um þig, sem og að tryggja okkur gegn tapi og eyðingu gagna.
14. Úrlausn vafamála
Alltaf skal reyna að leysa mál sem koma upp á einfaldan hátt. Komi til þess að það sé ekki mögulegt er hægt að bera málið undir kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Síðasta úrræði er hægt að fara með málið fyrir dómstóla en það skal vera gert í íslenskri lögsögu.
15. Þjónusta og upplýsingar
Allar aðrar upplýsingar eða fyrirspurnir má senda á bauhaus@bauhaus.is eða mæta í verslun BAUHAUS að Lambhagavegi 2-4, 113 Reykjavík.