Um BAUHAUS

Markmið BAUHAUS er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval, faglega þekkingu og góða þjónustu. Í rúmlega 22.000 m2 vöruhúsinu okkar í Reykjavík bjóðum við upp á margskonar vörur og þjónustu undir einu þaki og erum með yfir 120.000 vörunúmer á lager. Sem gerir okkur að einu stærsta verslunar - og þjónustufyrirtæki landsins.

Eitt mesta úrval á Íslandi
BAUHAUS var stofnað af smiðnum Heinz-Georg Baus í Mannheim í Þýskalandi árið 1960. Hugmyndafræðin á bak við BAUHAUS er sú að „sameina allt undir einu þaki” og gengur út á að iðnaðarmenn og ófaglærðir (do it yourself) gætu komið og verslað allt á einum stað. Í BAUHAUS er hægt að finna allt til verksins undir sama þaki. Allt frá borvélum til sumarblóma, eða frá málningu til baðinnréttinga. BAUHAUS hugtakið var einstakt. Í dag starfrækir BAUHAUS hátt í 300 vöruhús í 19 Evrópulöndum.

BAUHAUS á Íslandi vinnur í þéttu og góðu samstarfi við BAUHAUS í Danmörku, þar sem þjónustumiðstöðin er staðsett í Tilst í Árósum. Þaðan kemur stuðningur í formi almenns reksturs eins og innkaupum, fjármálum, upplýsingatækni, sölu, uppsetningardeild, starfsmannahaldi og markaðsmálum, ásamt fjölda annarra lausna. Yfirstjórn fyrirtækisins hefur einnig aðsetur í þjónustumiðstöðinni.

Þjónusta og samkeppnishæf verð
Auk þess að bjóða uppá eitt mesta úrval landsins leggjum við mikla áherslu á að veita viðskiptavininum góða þjónustu og ráðgjöf. Markmið okkar er að bjóða alltaf uppá samkeppnishæf verð með okkar einstöku verðjöfnun.

Fjölbreyttur vinnustaður
BAUHAUS er fjölbreyttur vinnustaður með sterkri menningu þar sem starfsmenn eru hvattir til að leita góðra lausna fyrir viðskiptavini, veita góða ráðgjöf og þróa sig áfram í starfi.  Það hjálpar til við að stuðla að betri vinnustað og til að byggja upp sterkan hóp ánægðra viðskiptavina. Við hjá BAUHAUS leggjum mikið upp úr góðum starfsanda með góðum starfsskilyrðum sem og framtíðarstarfsmöguleikum fyrir alla.

BAUHAUS í Danmörku
Anelystparken 16
8381 Tilst
Sími. +45 8745 0500
CVR: 19555305

BAUHAUS á ÍSLANDI
KT: 700408-0780
VSK Nr: 97890
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá