Afgreiðslutímar: 08.00 - 19.00

Um BAUHAUS

Markmið BAUHAUS er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á mikið vöruúrval, faglega þekkingu og góða þjónustu. Í 22.000 m2 vöruhúsinu okkar í Reykjavík bjóðum við upp á margskonar þjónustu undir einu þaki og erum með yfir 120.000 vörunúmer á lager. 

BAUHAUS var stofnað af smiðnum Heinz-Georg Baus í Mannheim í Þýskalandi árið 1960. Hugmyndafræðin á bak við BAUHAUS er sú að „sameina allt undir einu þaki” og gengur út á að iðnaðarmenn og ófaglærðir (do it yourself) gætu komið og verslað allt á einum stað. Í BAUHAUS var hægt að finna allt til verksins undir sama þaki. Allt frá borvélum til sumarblóma, eða frá málningu til baðinnréttinga. BAUHAUS hugtakið var einstakt. Í dag starfrækir BAUHAUS 230 vöruhús í 17 Evrópulöndum. 

BAUHAUS á Íslandi, Noregi og Danmörku er undir stjórn Þjónustumiðstöðvar BAUHAUS í Tilst í Árósum í Danmörku. Þaðan er öllum rekstrinum stjórnað, eins og t.d. innkaupum, fjármálum, upplýsingatækni, sölu, innréttingum, starfsmannahaldi og markaðsmálum. Yfirstjórn fyrirtækisins hefur einnig aðsetur í Þjónustumiðstöðinni.

BAUHAUS Danmörku
Anelystparken 16
8381 Tilst
Sími. +45 8745 0500
CVR: 19555305

BAUHAUS ÍSLANDI
CVR: 700408-0780
VAT: 97890