Lykillinn að fullkomnari eldun!

Þegar eldað er kjöt er mikilvægt að huga að kjarnhita kjötsins. Rétt kjarnhitastig tryggir ekki bara öryggi heldur er það einnig lykillinn að fullkomnari eldun!

Til að mæla kjarnhitastigið þarf góðan hitamæli og er honum stungið í þykkasta hluta kjötsins, en passa þarf að mælirinn hitti ekki á bein svo að mælingin sé sem áreiðanlegust.

Nautakjöt

Eldun á nautakjöti fer fyrst og fremst eftir smekk. Til að tryggja rétta útkomu þarf kjarnhiti að vera eftirfarandi:

Lítið steikt (e. rare): 52-55°C.
Létt steikt (e. medium-rare): 55-60°C.
Miðlungs steikt (e. medium): 60-65°C.
Fullsteikt (e. well-done): 65-68°C.

Nautahakk þarf að steikja í gegn, en þá er miðað við að hiti kjötsins sé 70-75°C.

Lambakjöt

Eldun á lambakjöti fer fyrst og fremst eftir smekk. Til að tryggja rétta útkomu þarf kjarnhiti að vera eftirfarandi:

Lítið steikt (e. rare): 52-55°C.
Létt steikt (e. medium-rare): 55-60°C.
Miðlungs steikt (e. medium): 60-68°C.
Fullsteikt (e. well-done): 68-100°C.

Lambahakk þarf að steikja í gegn, en þá er miðað við að hiti kjötsins sé 70-75°C.

Svínakjöt

Mikilvægt er að fullelda svínakjöt til að fyrirbyggja matareitrun sem stafar af bakteríum á borð við salmonellu. Kjötið telst fulleldað þegar kjarnhiti nær 68-70°C.

Svína- og grísahakk þarf að steikja í gegn, en það telst fulleldað þegar kjötið nær 70-75°C.

Alifuglar

Alifuglar eru fuglar sem eru aldir og ræktaðir af mönnum, oft til matvælaframleiðslu. Hugtakið nær yfir ýmsar tegundir, en algengustu alifuglarnir eru kjúklingur og kalkúnn. 

Kjúklingur

Kjúkling þarf alltaf að fullelda þar sem kjötið inniheldur bakteríur á borð við salmonellu sem geta valdið matareitrun. Gerilsneyðing er því mikilvæg þegar eldað er kjúkling, en kjötið er fulleldað við 72-75°C.

Athugið að þegar eldað er heilan kjúkling eldast kjúklingabringan hraðar en lærin, því skal setja hitamælinn í annað lærið til að tryggja fulleldun. 

Kalkúnn

Líkt og með kjúkling, þá þarf einnig að fullelda kalkúnakjöt. Þegar eldað er heilan kalkún skal stinga hitamæli í annað lærið, en kalkúninn er fulleldaður við 70-75°C. 

Hreindýr

Eldun á hreindýrakjöti fer fyrst og fremst eftir smekk. Til að tryggja rétta útkomu þarf kjarnhiti að vera eftirfarandi:

Lítið steikt (e. rare): 49-55°C.
Létt steikt (e. medium-rare): 55-60°C.
Miðlungs steikt (e. medium): 60-65°C.
Fullsteikt (e. well-done): 65-68°C.
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil