Síur 1
Sýna 1 vörur

Yfirbreiðsla

Þegar sumarið fer loksins að sýna sínar bestu hliðar er um að gera að nýta það og eyða sem mestum tíma úti í garði, á svölunum eða pallinum. Garðhúsgögn eru einföld leið til þess að búa til notalegt útisvæði fyrir þig og þína þar sem þið getið setið átt góðar stundir saman. Ef þú ætlar að fjárfesta í fallegum og þægilegum garðhúsgögnum er mikilvægt að fara vel með þau, svo þau endist vel og lengi.

Skoðaðu úrvalið okkar af yfirbreiðslum hér að ofan fyrir þín garðhúsgögn.

Hugaðu vel að garðhúsgögnunum þínum

Yfirbreiðslur fyrir garðhúsgögn hafa það einfalda en mikilvæga hlutverk að skýla húsgögnunum þínum frá veðri og vind, svo að þau haldi flottu útliti og notagildi í sem flest ár. Yfirbreiðslur draga einnig úr þörfinni á að þrífa garðhúsgögnin jafn oft, þar sem þær halda óhreinindum frá á meðan húsgögnin eru ekki í notkun.

Flest garðhúsgögn verða að vera utandyra allan ársins hring þar sem þau taka mikið pláss í geymslum og eru ekki alltaf mjög meðfærileg. Þá er gott að fjárfesta í góðri yfirbreiðslu fyrir húsgögnin sem verndar þau fyrir vindi, veðri, óhreinindum og öðrum óþarfa skemmdum. Yfirbreiðslurnar í BAUHAUS eru einnig vatnsþolnar eða vatnsheldar og tryggja þannig að húsgögning þín upplitist ekki eða verði fyrir vatns- eða rakaskemmdum á meðan þau eru úti.

Ef þú hugsar vel um garðhúsgögnin þín munu þau ekki aðeins endast lengur, heldur munu þau líta vel út lengur. Þú og þínir getið notið garðhúsgagnanna til lengri tíma með góðri umönnun..

Hvernig yfirbreiðslur eru til?

Í BAUHAUS finnurðu breitt úrval af ýmiss konar yfirbreiðslum fyrir garðhúsgögn. Við eigum yfirbreiðslur fyrir nánast öll þau garðhúsgögn sem eru til sölu hjá okkur ásamt yfirbreiðslum fyrir nokkrar af sólhlífunum sem við erum með.Ef þú finnur ekki akkúrat rétta yfirbreiðslu fyrir þína gerð af garðhúsgögnum skaltu bara fylgja mælingunum af bæði húsgögnunum þínum og yfirbreiðslunni, og veldu þá sem passar best.

Allt fyrir garðinn í BAUHAUS

Þú finnur allt sem þú þarft í garðinn þinn í BAUHAUS, frá heitum pottum til kolagrilla til úrvals af garðverkfærum. Skoðaðu úrvalið hér í netversluninni eða kíktu við í verslun okkar á Lambhagavegi 2-4.

FAQ

Hvenær þarf ég að hylja garðhúsgögnin mín?

  • Við mælum með því að þú hyljir garðhúsgögnin þín á hverri nóttu, en skiljum þó að það geti gleymst. Mikilvægast er að hylja húsgögnin þegar veðrið á að versna, hvort sem það er snjór, rigning eða rok.

Hvernig yfirbreiðslu ætti ég að velja?

  • Það fer eftir gerð og stærð garðhúsgagnanna þinna. Þú finnur úrval af yfirbreiðslum fyrir alls konar garðhúsgögn í BAUHAUS, sama hvort þig vantir fyrir sófasettið eða sólhlífina.

Yfirbreiðslur

Sýna 1 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form
 

Vöruupplýsingablað

Upplýsingaskjalið mun opnast í nýjum flipa. Viltu halda áfram?