Síur
Sýna 15 vörur

Sólhlíf

Áður fyrr var ekki um marga kosti að velja þegar það kom að því að velja sólhlíf í garðinn, en í dag eru til sólhlífar í mörgum útfærslum, stærðum og gerðum. Sólhlífarnar okkar eru hannaðar til að veita hámarks skugga á sólríkum dögum og verða uppáhalds félaginn þinn hvort sem þú vilt sitja úti með góða bók, njóta þess að borða úti á palli í góðu veðri eða ef þú vilt skjól eftir langan dag í sólinni.

Skoðaðu úrvalið okkar af sólhlífum hér að ofan og finndu þá réttu fyrir þig. Við eigum einnig gott úrval af sólbekkjum sem passa vel við sólhlífarnar okkar og gefa þér notalegan stað til þess að slaka á úti á palli eða í garðinum.

Hvað gera sólhlífar?

Í grunninn veita sólhlífar okkur skjól frá sólinni þegar við leitum að því. Þó að það sé endurnærandi að vera úti í sólinni getur langvarandi útsetning fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar verið skaðleg, og því er mikilvægt að taka sér pásur inni á milli. Með sólhlíf á pallinum eða í garðinum geturðu búið til notalegt afslöppunarsvæði undir sólhlífinni, svo þú getir enn notið útiverunnar á meðan þú tekur pásu frá sólinni.

Eiginleikar sólhlífa

Sólhlífarnar okkar eru úr hágæða efnum sem tryggja góða virkni og góðan endingartíma. Þær þola mismunandi veðurskilyrði og tryggja að þú getir notið skugga og þæginda um ókomin ár. Til eru mismunandi gerðir og stærðir af sólhlífum, allt frá léttum og ódýrum sólhlífum sem er auðvelt að ferðast með til stærri og þyngri sólhlífa sem hægt er að hafa á pallinum yfir allt vorið og sumarið. Lang flestar sólhlífar er hægt að fella saman svo að þær taki minna pláss þegar þær eru ekki í notkun, og það sama gildir um halla- og hæðarstillingar. Sólhlífarnar okkar eru ekki bara praktískar og hagnýtar, heldur koma þær líka í mismunandi litum og lögunum, svo þú getir örugglega fundið sóhllíf sem passar við þinn stíl.

Einfalt og þægilegt með BAUHAUS

Skapaðu notalegt útisvæði með hjálp BAUHAUS og gefðu þér og þínum griðarstað til að slappa af og njóta lífsins.

FAQ

Hvert er hlutverk sólhlífa?

  • Sólhlífar veita okkur skjól frá sólinni, því þó að það sé endurnærandi að vera úti í sólinni getur langvarandi útsetning fyrir útfjólubláum geislum verið skaðleg, og því er mikilvægt að taka sér pásur inni á milli. Með sólhlíf á pallinum geturðu búið til notalegt afslöppunarsvæði og enn notið útiverunnar á meðan þú tekur pásu frá sólinni.

Hversu stóra sólhlíf ætti ég að fá mér?

  • Stærð sólhlífarinnar þinnar fer eftir plássinu sem þú hefur á pallinum eða í garðinum ásamt því hversu stórt svæðið er sem þú vilt að sólhlífin nái yfir. Viltu hafa sólhlíf yfir öllu setusvæðinu eða viltu bara hafa hana yfir sólbekknum? Sama hverju þú ert að leita að, þá finnurðu það í BAUHAUS.

Sólhlífar

Sýna 15 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá