-
CAREOSANHandfang með sogskálum 32 cm Careosan hvítt3.995 kr. -
SMEDBOSnagi einfaldur Beslagsboden burstað stál3.395 kr. -
TESASturtukarfa Tesa Moon 9,2x25x12,5cm svört7.395 kr. -
HACEKASnagi tvöfaldur Haceka Kosmos matt svartur4.195 kr. -
BESLAGSBODENSnagi fjórfaldur Beslagsboden ryðfrítt stál6.695 kr. -
CAREOSANHandfang gúmmíklætt 30 cm rúnað Careosan ryðfrítt6.495 kr. -
SMEDBOSápuskammtari veggfestur Smedbo Home matt svartur27.495 kr. -
RivaBaðinnrétting tvöföld handlaug 120 cm Camden hnota99.990 kr. -
WENKOSápuskammtari Wenko Mantua2.595 kr. -
SMEDBOSturtukarfa f.sturtustöng Smedbo Sideline Króm24.495 kr. -
SMEDBOSnagi einfaldur Beslagsboden burstað stál3.395 kr. -
CAREOSANHandfang með sogskálum 40 cm Careosan hvítt4.695 kr. -
NortiqSápuskammtari Nortiq ryðfrítt stál matt svartur2.695 kr. -
GROHEHreinsunarsett fyrir salerni með skolbúnaði 4x80g Grohe12.995 kr. -
SMEDBOSalernisbursti veggfestur Smedbo Home króm12.000 kr. -
GROHESalernisrúlluhaldari Grohe Essentials hard graphite14.995 kr. -
GROHESalernisrúlluhaldari Grohe QuickFix króm7.995 kr. -
HOME ITSnagar 6 48,4 cm Home>it hvítir5.395 kr. -
VILLEROY & BOCHSalernisseta hæglokandi Subway Villeroy & Boch34.995 kr. -
WENKOKlósettbursti Wenko Maru5.395 kr. -
WENKOSápuskammtari Wenko Brandol2.795 kr. -
VENUSSalernisbursti Venus matt svartur5.995 kr. -
CAMARGUESnagi einfaldur Camargue Cannes matt svartur2.495 kr. -
WENKOKlósettbursti Wenko Posina matt svartur5.295 kr. -
CAMARGUESalernisseta hæglokandi Sonara Universal Camargue svört6.195 kr. -
SMEDBOSalernisrúlluhaldari m.hlíf Smedbo Home pússað króm15.795 kr. -
GROHESturtukarfa veggfest Grohe Start Cube burstað stál31.195 kr. -
GROHESturtukarfa veggfest Grohe QuickFix króm22.995 kr. -
SMEDBOSalernisrúlluhaldari veggfestur Smedbo Home pússað króm12.995 kr. -
SMEDBOSnagi einfaldur Beslagsboden krómað stál1.495 kr. -
LAUFENSpegill 90x65cm LED Laufen Arte Ferhyrndur61.495 kr. -
TESASalernisrúlluhaldari Tesa Moon króm7.595 kr. -
WENKOSturtuhilla í horn tvöföld Wenko TurboLoc króm12.995 kr. -
TESASturtukarfa Tesa Lavaa 20x13x11cm svört3.995 kr. -
BESLAGSBODENSnagi fjórfaldur Beslagsboden ryðfrítt stál6.695 kr.
Baðherbergið
Baðherbergið er eitt mikilvægasta herbergi heimilisins. Þar verða hversdagslegar venjur að helgisiðum sjálfsumönnunar þar sem þú getur skilið heiminn eftir, jafnvel bara í stutta stund, og einbeitt þér að þinni vellíðan. Dagarnir okkar hefjast og enda inni á baði. Þar búum við okkur undir áskoranir dagsins og slökum svo á þegar dagurinn er liðinn.
Baðherbergið ætti ekki aðeins að endurspegla þinn stíl heldur ætti það einnig að gefa frá sér velkomna og notalega hlýju sem stuðlar að slökun og ró.
Með réttu baðinnréttingunum geturðu auðveldlega skapað notalega stemmingu í nákvæmlega þeim stíl sem þú vilt. Oftar en ekki eru það innréttingarnar sem fókusinn fer á inni á baðherbergjum, svo það er um að gera að velja rétt.
Á þessari síðu finnurðu gott úrval af innréttingum, speglum, blöndunartækjum og alls kyns baðherbergisaukahlutum af öllum stærðum og gerðum.
Skoðaðu úrvalið í BAUHAUS og byrjaðu að gera baðherbergið að rými sem þú elskar.
Settu saman draumabaðherbergið þitt
Dreymir þig um nýtt og notalegt baðherbergi? Fallegt baðherbergi er staður þar sem þú getur tekið þér verðskuldað frí frá annasömu hversdagslífi og endurnært þig. Baðherbergið er staður fyrir dekur, endurnæringu, afslöppun og allt þar á milli.
Fjárfesting í góðu baðherbergi gerir meira en að bæta vellíðan heimilisfólksins heldur eykur það líka verðmæti heimilisins verulega, óháð stærð þess. Þar af leiðandi er baðherbergið oft efst á lista yfir endurbætur á heimilinu.
Baðherbergisframkvæmdir eru oft ógnvænlegar og virðast vera óyfirstíganlegt verkefni, en við höldum því fram að það séu einnig þær breytingar sem munu hafa í för með sér mestu aukninguna á lífsgæðum.
Veldu réttu lausnirnar
Þegar kemur að endurbótum á baðherbergjum þarf að huga að mörgum þáttum. Er baðherbergið í litlu rými og þér finnst þú varla komast fyrir þar inni? Hjá BAUHAUS finnurðu ýmsar lausnir sem leyfa þér að nýta plássið sem best, t.d. með vegghengdum handklæðaofnum, stórum speglum sem láta rýmið virðast stærra og innréttingum með miklu og vel skipulögðu skápaplássi. Er mikil traffík inni á baðherberginu og erfitt að halda því skipulegu og snyrtilegu? Þú finnur alls kyns skipulagslausnir hjá okkur og gott úrval baðherbergisskápa sem henta þér og þínum.
Sérfræðingar BAUHAUS söfnuðu saman sínum bestu ráðum um allt sem tengist baðherbergjum sem geta hjálpað þér í þessu ferli:
- Byrjaðu á því að ákveða heildarstíl og litaval: Hjá BAUHAUS finnurðu gott úrval af öllu sem þarf fyrir baðherbergið, hvort sem það eru blöndunartæki eða handklæðahankar. Því er mikilvægt að hafa skýra sýn á því hver þú vilt að lokaniðurstaðan verði strax í byrjun, svo þú vitir hverju þú ert að leitast eftir.
- Virkni og þægindi skipta miklu máli: Gott er að velja lausnir sem eru hagnýtar og auðveldar í notkun. Innréttingin við handlaugina þarf því ekki bara að vera falleg – hún þarf líka að passa við þinn lífsstíl og þarfir.
- Hugaðu vel að plássinu: Það er alltaf gott að velja lagnir, húsgögn og aðra aukahluti sem henta stærð og lögun herbergisins. Þú getur auðveldlega heillast af öllum mismunandi valmöguleikum, en það er mikilvægt að nýta rýmið skynsamlega, sérstaklega ef það er í smærra lagi.
- Lýsing og loftræsting skipta sköpum: Góð lýsing og góð loftræsting eru nauðsynlegir eiginleikar notalegs baðherbergis. Lýsingin skiptir máli bæði fyrir virkni og vellíðan, á meðan loftræstingin er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir rakaskemmdir og halda loftinu góðu inni í rýminu.
Ef þú hefur þessar ráðleggingar í huga áður en þú byrjar að endurnýja eða uppfæra baðherbergið þitt, þá ertu á góðri leið! Mundu að ef þig vantar aðstoð þá er þér alltaf velkomið að heimsækja okkur í BAUHAUS þar sem þú færð fagmannleg ráð og frábæra aðstoð.
Allt fyrir baðherbergið þitt hjá BAUHAUS
Til að endurnýja baðherbergið þarf oft mikið af vörum, allt frá minnstu smáatriðum eins og nýrri klósettsetu til stærri hluta eins og nýs sturtuklefa. Hjá BAUHAUS höfum við allt sem þú þarft til að gera upp eða bæta baðherbergið þitt. Hjá okkur má til dæmis finna:
- Handlaugar
- Klósettsetur
- Sturtusett
- Handklæðaofna
- Blöndunartæki
- Spegla
- Baðinnréttingar
Við eigum einnig gott úrval af öðrum vörum sem eru algjörlega ómissandi fyrir baðherbergið. Skoðaðu til dæmis flísarnar okkar sem mynda grunninn fyrir bæði gólf og veggi eða úrvalið af inniljósum sem henta bæði fyrir baðherbergi og önnur rými.
FAQ:
Getur þú gert baðherbergið upp sjálf/ur?
- Já, þú getur alveg ráðist í endurnýjun baðherbergis sjálf/ur ef þér finnst slíkt verkefni spennandi og skemmtileg. Þetta krefst vandlegrar skipulagningar og auga fyrir stíl og hönnun. Svo skemmir ekki fyrir ef þú átt góða að sem nenna að hjálpa þér! BAUHAUS útvegar þér öll nauðsynleg efni og verkfæri fyrir framkvæmdirnar ásamt fagmannlegum ráðleggingum.
Hvað kostar að gera upp baðherbergi?
- Kostnaðurinn við að gera upp baðherbergi er breytilegur eftir þáttum eins og stærð, gæðum efna og hönnunar. Hjá BAUHAUS bjóðum við upp á mikið úrval af efnivið, innréttingum og aukahlutum á mismunandi verði, svo öll ættu að geta sett saman sitt draumabaðherbergi.