KJÖRVARI 20 er vatnsþynnanleg, hyljandi viðarvörn, sem ver viðinn niðurbroti af völdum sólarljóss. KJÖRVARI 20 er gerður úr ljósheldum litarefnum, öflugum fúa- og rotvarnarefnum, blöndu af feitu alkýði og 100% akrýlemúlsjón, sem gefur teygjanlega filmu, án þess að viðarmynstur glatist. KJÖRVARI 20 hefur frábært vatns- og veðrunarþol og hleypir raka úr viðnum auðveldlega gegnum sig.
Eiginleikar
Áferð: Hálfgljáandi
Málun: Með pensli, rúllu eða sprautu.
Varúðarflokkur: 0 - 1.
Þynnir: Vatn, ef þörf krefur, hámark 10%.
Hreinsun áhalda: Með vægu sápuvatni, strax eftir notkun.
Þurrktími: Um 1 klst. við 20°C
Yfirmálun: Eftir 5-7 klst
Þykkt (flæðiseigja): Um 80 KU (25°C).
Eðlismassi: Um 1,05 g/ml (25°C), breytilegt eftir lit.
Þurrefni: Um 45 - 50% af massa eða um 39 - 44% af rúmmáli (reiknað). Fer eftir litum.
Efnisnotkun: Um 0,10-0,20 l/m2 í umferð á óheflaðan við, samsvarar um 39-75 µm meðalþurrfilmuþykkt. Um 0,07-0,10 l/m2 í umferð á heflaðan við, samsvarar um 27-39 µm meðalþurrfilmuþykkt.
Hitastig við málun: Minnst 5°C við flötinn.
VOC-efni: Skv. reglugerð 1025/2005 þá eru viðmiðunarmörk VOC efna fyrir þessa vöru fl. A/e 130 g/l (2010). Varan inniheldur að hámarki 20 g/l
KJÖRVARI 20 hefur frábært vatns- og veðrunarþol og hleypir raka úr viðnum auðveldlega gegnum sig. Jafnan skal grunna viðinn með glærum KJÖRVARA 14 og mála svo tvær umferðir með KJÖRVARA 20.
Litir: KJÖRVARI 20 er framleiddur í nokkrum STAÐALLITUM og að auki er boðið upp á mikinn fjölda lita með litun á stofnum.