12 mánaða skilaréttur BAUHAUS Lesa nánar.

Losnaðu við mosann með einföldum hætti

Er mikill mosi í grasasinu þínu? 


Ef svo er, geturðu notað öflug verkfæri til að fjarlægja mosann á áhrifaríkan hátt. Þegar þú þarft að fjarlægja mosa úr grasi, eru nokkrir möguleikar í boði.

 

Minni svæði

Hægt er að nota venjulega hrífu sem rífur mosann burt. Þetta getur verið basl, en ef þú þarft aðeins að fjarlægja mosa af litlu svæði, getur þetta verið lausnin.

 

Stærri svæði

Ef um stærra svæði er að ræða, getur verið nauðsynlegt að nota búnað sem er sérstaklega hannaður fyrir mosa, eins og mosatætara.

Hvað er mosatætari?

Þeir sem glíma við mosa í garðinum kannast að öllum líkindum við að beita miklu handafli með hrífu til þess að krafsa mosann í burtu.

Þetta er erfið vinna sem tekur mikinn tíma. Þá kemur mosatætarinn sterkur inn, en hann er stundum kallaður jarðvegstætari.

Mosatætari gerir margt af því sama og þú getur gert með hrífu og miklu handafli. Það er bara mun auðveldara að nota mosatætara, sérstaklega ef þú ert með mjög stóran grasflöt með mikinn mosa sem þarf að fjarlægja.

Með litlum hnífum rífur mosatætarinn yfirborðið á grasfletinum. Tætarinn losar og fjarlægir allt yfirborðið, gamalt visið gras, illgresi og mosa. Þar að auki tryggir hann loft til grasrótanna, sem er mikilvægt ef grasið á að vinna baráttuna gegn mosanum.

Hægt er að stilla hversu djúpt mosatætari á að skera. Ef að mosinn er þéttur og vex djúpt, þá ætti mosatætarinn einnig að skera djúpt.

Þú getur fengið mosatætara annað hvort með bensínknúnum mótor eða með rafmagni. Þú getur einnig fengið eins konar mosarif sem þú festir aftan á garðtraktorinn þinn. Það er ekki alveg það sama og mosatætari, en gegnir hins vegar sambærilegu hlutverki.
Lestu meira hér um hvernig þú lífgar upp á þurra grasflötinn þinn.

Tengdar vörur

Hvernig á að velja réttann mosatætara?



Að velja réttann mosatætara getur skipt miklu máli fyrir grasflötinn sem á að tæta. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa þér að velja réttan mosatætara.

Rafmagns eða bensín?

Rafmagns mosatætari getur gert gott verk sérstaklega ef um minni flöt er að ræða, en ef þú ert með stóran grasflöt eða ef það er mikill mosi, þá er betra að velja bensínknúinn mosatætara.

Kostir bensínknúinna mosatætara

Bensínknúnir mosatætarar hafa stærri og sterkari mótor. Þetta þýðir að þeir festast ekki í grasinu þar sem mikill mosi er til staðar. Þú þarft heldur ekki að fara yfir sama svæðið mörgum sinnum til að fjarlægja mosann.

Stórir grasfletir

Ef þú ert með stóran grasflöt, gæti rafmagns mosatætarinn ekki náð yfir allt svæðið í einu. Þá þarftu að bíða eftir að hann hlaði sig áður en þú getur haldið áfram, sem er frekar óþægilegt.

Niðurstaða

Hvaða mosatætara þú ættir að velja fer eftir því hversu stórt og erfitt verkefnið er.

Andre guides

usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil