Losnaðu við mosann með einföldum hætti
Minni svæði
Hægt er að nota venjulega hrífu sem rífur mosann burt. Þetta getur verið basl, en ef þú þarft aðeins að fjarlægja mosa af litlu svæði, getur þetta verið lausnin.Stærri svæði
Ef um stærra svæði er að ræða, getur verið nauðsynlegt að nota búnað sem er sérstaklega hannaður fyrir mosa, eins og mosatætara.Hvað er mosatætari?
Tengdar vörur
Hvernig á að velja réttann mosatætara?
Að velja réttann mosatætara getur skipt miklu máli fyrir grasflötinn sem á að tæta. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa þér að velja réttan mosatætara.
Rafmagns eða bensín?
Rafmagns mosatætari getur gert gott verk sérstaklega ef um minni flöt er að ræða, en ef þú ert með stóran grasflöt eða ef það er mikill mosi, þá er betra að velja bensínknúinn mosatætara.
Kostir bensínknúinna mosatætara
Bensínknúnir mosatætarar hafa stærri og sterkari mótor. Þetta þýðir að þeir festast ekki í grasinu þar sem mikill mosi er til staðar. Þú þarft heldur ekki að fara yfir sama svæðið mörgum sinnum til að fjarlægja mosann.
Stórir grasfletir
Ef þú ert með stóran grasflöt, gæti rafmagns mosatætarinn ekki náð yfir allt svæðið í einu. Þá þarftu að bíða eftir að hann hlaði sig áður en þú getur haldið áfram, sem er frekar óþægilegt.
Niðurstaða
Hvaða mosatætara þú ættir að velja fer eftir því hversu stórt og erfitt verkefnið er.