Síur 1
Sýna 2 vörur

Baðskápur

Við notum baðherbergið daglega, svo hvers vegna ættum við ekki að gera það eins huggulegt og við viljum? Með réttu baðskápunum geturðu auðveldlega skapað notalega stemmingu í nákvæmlega þeim stíl sem þú vilt. Oftar en ekki eru það innréttingarnar sem fókusinn fer á inni á baðherbergjum, svo það er um að gera að velja rétt.

Hér að ofan finnurðu gott úrval af mismunandi baðskápum fyrir þitt baðherbergi.

Praktískir og flottir baðskápar

Hvort sem þú ert að leita að því að gera upp allt baðherbergið þitt eða bæta við auka skáp, þá ertu á réttum stað. Við eigum gott úrval af baðskápum í mismunandi hæðum, litum og gerðum - sama hvort þú sért að leita að löngum og mjóum skáp eða minni skáp sem passar undir handlaugina.

Heillandi handlaugaskápar

Við eigum gott úrval af handlaugaskápum í mismunandi stærðum og gerðum. Hvort sem þú vilt skúffur eða skápa, matt eða glansandi yfirborð, innfellda handlaug eða vilt kaupa handlaugina sér.

Skemmtilegir speglaskápar

Þegar það kemur að því að velja innréttingu geturðu slegið tvær flugur í einu höggi með því að velja speglaskápa. Speglaskápar henta mjög vel inni á minni baðherbergjum, þar sem þeir spara pláss. Ef þú vilt frekar spegil sem er ekki fastur við skápinn finnurðu einnig gott úrval spegla hjá BAUHAUS.

Einfalt og þægilegt með BAUHAUS

Ertu að taka allt baðherbergið í gegn? Eða eru baðskápar ekki það sem þig vantar akkúrat núna? Engar áhyggjur, þú finnur allt sem þarf til þess að gera baðherbergið þitt stílhreint og þægilegt í BAUHAUS:

  • Blöndunartæki: Hvort sem þú ert að leitast eftir tvöföldum sturtuhaus, rigningarsturtu eða svörtu eða gylltu handlaugartæki - þú finnur það hjá okkur.
  • Handklæðaofnar:Það er fátt betra þegar það er kaldara í veðri en að láta handklæðið þorna á hlýjum ofni. Handklæðaofnar eru einnig frábærir til þess að þerra sokka og nærföt!
  • Salerni:Þetta segir sig svolítið sjálft. Þægilegt salerni er mikilvægur hluti af hverju baðherbergi. Hjá okkur finnurðu mismunandi gerði salerna, bæði vegghengd eða ekki, með eða án skolbrúnar, og í mismunandi stærðum.
  • Aukahlutir:Snagar, sturtukörfur, salernisburstar og sápuskammtarar. Þú finnur allt sem þú þarft til að gera baðherbergið þitt að þínu eigin hjá BAUHAUS.

FAQ

Hvernig vel ég baðskáp?

  • Aðalatriðið er að þú veljir baðskáp sem passa við þinn stíl og þarfir, en einnig þarftu að huga að stærð herbergisins og hvað þú vilt hafa þar inni. Inni á minni baðherbergjum er til dæmis gott að hafa baðskáp með tveimur hurðum og handlaugarskáp með innfelldri handlaug.

Hversu hátt uppi ætti ég að hafa baðskápinn minn?

  • Hæð baðinnréttinga fer eftir þínum stíl og hvernig virkni þú ert að leitast eftir. Gott er að hafa í huga hæð þeirra sem munu nota skápinn og þurfa að ná upp í hann. Einnig skaltu ganga úr skugga um að auðvelt sé að opna og loka skápnum í þeirri hæð sem þú velur, og að skápurinn þrengi ekki að öðrum innréttingum baðherbergisins.

Baðskápur

Sýna 2 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form