12 mánaða skilaréttur BAUHAUS Lesa nánar.
Síur
Sýna 23 vörur

Hersluvélar

Hersluvélar eru ómissandi verkfæri fyrir alla sem þurfa að festa eða losa rær, bolta eða annan vélbúnað á fljótlegan og skilvirkan hátt. Í BAUHAUS finnurðu gott úrval af hersluvélum sem henta fagfólki jafnt sem áhugafólki. Hersluvélarnar okkar eru frá gæðaframleiðendum eins og DeWalt, Makita og Ryobi og eru hannaðar með góða endingu og virkni í huga, svo að viðskiptavinir okkar fái sem mest úr kaupunum sínum.

Við hjá BAUHAUS skiljum mikilvægi þess að hafa rétt verkfæri í starfið. Þess vegna bjóðum við upp á úrval af hersluvélum með mismunandi eiginleika og getu. Hjá okkur finnurðu vélar með mismunandi hraðagetu og snúningsvægi, kolalausa mótora, LED lýsingu og fleira. Hvort sem þig vantar hersluvél fyrir bílaviðgerðir, smíði eða almennar framkvæmdir á heimilinu, þá erum við með rétta tólið fyrir þig.

Af hverju ætti ég að fá mér hersluvél?

Þegar kemur að því að herða eða losa rær, bolta og skinnur getur hefðbundinn skiptilykill verið þreytandi og tímafrekur. Á hinn bóginn eru hersluvélar hannaðar til að vinna þessi verkefni hratt og auðveldlega, án þess að þú fáir tak í öxlina og nuddsár innan á lófunum. Ef þú þekkir þessa tilfinningu eða sérð fram á að þurfa að nota skiptilykillinn oft á næstunni, þá mælum við með því að fjárfesta í hersluvél. Hættu nú að eyða öllum þínum kröftum og tíma í að hjakkast á leiðinlegum róm og boltum og láttu vélina sjá um þetta fyrir þig. Þú finnur gott úrval af hersluvélum í BAUHAUS á góðu verði.

Aukahlutir fyrir hersluvélar

Með sumum hersluvélum fylgir rafhlaðan ekki né hleðslutækið og þarf þá að kaupa það sér. Gættu þess að rafhlaðan passi við spennu (V) vélarinnar. Mörg af þeim vörumerkjum sem seld eru í BAUHAUS eru með sínar eigin rafhlöður sem passa í öll tækin í þeirra vörulínu. Þetta á ekki við um öll vörumerki, svo vertu vakandi fyrir því í vöruvalinu.

Vantar þig fleiri verkfæri en hersluvél? Viltu kannski auðvelda þér verkið á fleiri stöðum en við að festa og leysa bolta og rær? Kíktu þá á úrvalið okkar af rafmagnsverkfærum! Við eigum allt sem þig gæti vantað frá skrúfvélum til borvéla, naglabyssur, fræsara og loftpressur. Þú finnur aukahlutina líka hjá okkur, hvort sem þig vantar batterí, bita eða bora.

FAQ:

Hvað er hersluvél?

  • Hersluvél er tæki sem notar snúningskraft til að herða eða losa rær, bolta og önnur stykki. Ólíkt hefðbundnum skiptilykli, sem krefst mikillar líkamlegrar áreynslu til að snúa, notar hersluvél þjappað loft, rafmagn eða rafhlöðuafl til að skila háu snúningsvægi. Þetta gerir vélina að hröðu og skilvirku tóli tæki fyrir ýmis verkefni.

Í hvað notar maður hersluvél?

  • Hersluvélar eru fjölhæf verkfæri sem hægt er að nota við margvísleg verkefni. Þær eru almennt notaðar í bílaviðgerðum og samsetningu, smíði og viðhaldsvinnu. Hersluvélar eru sérstaklega gagnlegar fyrir verkefni sem krefjast mikils togs eða fela í sér að vinna með ryðgaða eða fastar rær og bolta.

Hersluvélar

Sýna 23 vörur
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá