Síur
Sýna 7 vörur

Baðtæki

Blöndunartæki eru nauðsynlegur hluti af hverju baðherbergi, en þótt þau séu með praktískari hlutum baðherbergisins, þá þurfa þau ekki að vera óspennandi eða ljót.

Við notum baðherbergið daglega, svo hvers vegna ættum við ekki að gera það eins huggulegt og við viljum? Með réttu blöndunartækjunum geturðu auðveldlega skapað notalega stemmingu í nákvæmlega þeim stíl sem þú vilt.

Hér að ofan finnurðu gott úrval af blöndunartækjum fyrir baðið í ýmsum litum og gerðum, svo þú finnur örugglega það sem hentar þínum stíl og þörfum. Vantar þig einnig ný blöndunartæki fyrir sturtuna? Þú finnur úrval af sturtutækjum hér.

Veldu réttu blöndunartækin fyrir þitt bað

Í BAUHAUS finnurðu úrval af ýmiss konar blöndunartækjum fyrir baðið þitt. Þegar þú skoðar blöndunartækin í netverslun BAUHAUS geturðu einnig sett síur á leitarniðurstöðurnar, svo þú sjáir aðeins þær gerðir, vörumerki og verðflokka sem þú hefur áhuga á. Hjá okkur finnurðu nokkrar gerðir af blöndunartækjum, og getur því valið um hvernig hita- og kraftstýringu þú vilt, hvort þú viljir stút fyrir sturtuhaus eða hvort þú viljir hitastillingarskynjara.

Allt fyrir baðherbergið þitt hjá BAUHAUS

Ertu að endurnýja meira en blöndunartækin í baðinu? Er gamla sturtusettið kannski orðið svolítið slappt? Eða langar þig bara að breyta aðeins til? Þá ertu á réttum stað. Hjá BAUHAUS finnurðu einnig gott úrval af sturtusettum í mismunandi stærð, gerð og hönnun. Skoðaðu úrvalið hér að ofan og leyfðu valmöguleikunum að gefa þér innblástur. Þú finnur einnig blöndunartæki fyrir sturtuna hjá okkur ásamt góðu úrvali af mismunandi sturtuhausum.

Til að endurnýja baðherbergið þarf oft mikið af vörum, allt frá minnstu smáatriðum eins og nýrri klósettsetu til stærri hluta eins og nýs sturtuklefa. Hjá BAUHAUS höfum við allt sem þú þarft til að gera upp eða bæta baðherbergið þitt. Hjá okkur má til dæmis finna:

  • Handlaugar
  • Klósettsetur
  • Handklæðaofna
  • Spegla
  • Baðinnréttingar

Við eigum einnig gott úrval af öðrum vörum sem eru algjörlega ómissandi fyrir baðherbergið. Skoðaðu til dæmis flísarnar okkar sem mynda grunninn fyrir bæði gólf og veggi eða úrvalið af inniljósum sem henta bæði fyrir baðherbergi og önnur rými. Þú finnur einnig öll nauðsynleg verkfæri í verkið hjá okkur.

FAQ:

Geturðu skipt um baðblöndunartæki sjálf/ur?

  • Já, það er ekkert mál að skipta um blöndunartæki fyrir baðið sjálf/ur, svo lengi sem þau eru utanáliggjandi og þú fylgir öllum leiðbeiningum framleiðandans. Ef blöndunartækin eru inni í veggnum skaltu hafa samband við fagaðila til þess að skipta um þau.

Baðtæki

Sýna 7 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá