Sendum frítt - Gildir núna og aðeins í vefverslun - Lesa nánar
Síur
Sýna 8 vörur

Verkfærasett

Við hjá BAUHAUS skiljum mikilvægi þess að hafa réttu verkfærin til að takast á við hvaða verkefni sem er, stór sem smá. Með fjölbreyttu úrvali okkar af hágæða verkfærum geturðu verið viss um að ná faglegum árangri. Hvort sem þú ert vanur fagmaður eða ástríðufullur áhugamaður, þá höfum við tækin sem þú þarft til að vinna verkið á góðan og skilvirkan hátt.

Það er alveg eðlilegt að týnast í valmöguleikunum við kaup á nýjum verkfærum, sérstaklega ef þú átt engin verkfæri til að byrja með. Hér að ofan finnurðu úrval af vekrfærasettum, sem eru hentug fyrir þau sem eiga engin eða fá verkfæri.

Mismunandi gerðir verkfærasetta

Verkfærasett eru eins ólík og verkfærin sjálf. Hjá BAUHAUS finnurðu verkfærasett með mismunandi fjölda verkfæra og véla fyrir mismunandi verkefni. Til þess að finna rétta verkfærasettið fyrir þig skaltu fyrst skilgreina í hvað þú þarft verkfæri og hversu stór verkefnin eru sem þú tekur að þér. Hvort sem þig vantar sett með skrúf- og höggborvél, slátturvél og orfi eða bara almennt verkfærasett með mismunandi vélum - þá erum við með það sem þú þarft.

Bættu við verkfærasettið þitt

Þótt þú finnir verkfærasett sem hentar þér vel, þá getur alltaf verið að þig vanti fleiri verkfæri en eru í settinu. En engar áhyggjur, þú finnur breitt úrval af alls kyns stökum hand- og rafmagnsverkfærum hér í BAUHAUS. Klassísk handverkfæri eru meðal annars hamrar, skrúfjárn, meitlar, þjalir og sporjárn. Handverkfæri eru of betri kostur fyrir minni verkefni sem taka styttri tíma, eins og að hengja upp mynd.

Handverkfæri henta einnig oft betur þegar vandvirkni og nákvæmni skipta miklu máli, þar sem þú hefur betri stjórn á verkfærinu. Rafmagnsverkfæri eru tæki á borð við bor- og skrúfvélar, naglabyssur, fræsara, hersluvélar og sagir. Rafmagnsverkfæri eru oft ótrúlega þægilegur kostur þar sem þau auðvelda þér vinnuna til muna og draga úr nauðsynlegri áreynslu við notkun þeirra. Rafmagnsverkfæri eru nauðsynleg í stærri verkefni.

Einfalt og þægilegt hjá BAUHAUS

Þú finnur réttu verkfærin fyrir þig í BAUHAUS ásamt öllum nauðsynlegum aukahlutum. Skoðaðu úrvalið í netversluninni, pantaðu vörurnar og sæktu í verslunina. Einnig ertu alltaf velkomin/nn í verslunina til okkar þar sem við hjálpum þér að finna réttu vörurnar fyrir þig.

FAQ

Hverjir eru kostir þess að kaupa verkfærasett?

  • Verkfærasett eru góður kostur fyrir fólk sem á fá eða engin verkfæri og vilja eignast öll nauðsynlegu verkfærin á einfaldan og þægilegan hátt. Verkfærasett eru einnig hentug fyrir fagfólk þar sem það getur keypt allt það sem þau þurfa á einu bretti.

Í hvað er hægt að nota verkfærasett?

  • Það eru til ýmiss konar verkfærasett fyrir ýmiss konar verkefni. Til dæmis er til sett með skrúf- og höggborvél sem nýtist í að setja saman og taka í sundur húsgögn, bora í veggi og fleira. Einnig eru til sett með garðverkfærum og stærri sett með alls kyns verkfærum fyrir alls kyns verkefni.

Verkfærasett

Sýna 8 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil