Síur
Sýna 18 vörur

Skrúfvélar

Hvort sem þú þarft að hengja upp ramma, setja saman húsgögn eða að smíða verkfæraskúr, þá er alltaf gott að eiga skrúfvél. Við þekkjum öll erfiðið sem getur fylgt því að festa og losa skrúfur og hvað þolinmæðin klárast fljótt þegar illa gengur. Það getur þó auðveldlega heyrt sögunni til með góðri skrúfvél. Hættu nú að eyða öllum þínum kröftum og tíma í að hamast á leiðinlegum skrúfum og láttu vélina sjá um þetta fyrir þig.

Með skrúfvél verður verkið mun fljótlegra, og auðveldara, og þú munt þakka þér fyrir að hafa loksins valið þægilegri leiðina. Skrúfvélar auðvelda þér ekki aðeins að festa skrúfur heldur verður einnig mun auðveldara að fjarlægja þær. Í BAUHAUS finnur þú alls konar skrúfvélar af ýmsum stærðum og gerðum. Skoðaðu úrvalið hér að ofan og finndu réttu skrúfvélina fyrir þig.

Vantar þig önnur verkfæri en skrúfvél? Við eigum gott úrval af verkfærum af öllum stærðum og gerðum.

Skrúfvél eða skrúfjárn?

Skrúfjárn eru einnig ótrúlega hentug og hjálpleg verkfæri sem koma að góðum notkun í minni verkum, eins og að setja saman lampa eða að taka í sundur lítil raftæki. Ef þig vantar skrúfjárn þá finnurðu þau einnig hjá okkur . Skrúfvélar koma svo sterkar inn þegar beiting skrúfjárnsins verður erfiðari og stífari. Skrúfvélin auðveldar þér að bæði festa og losa skrúfur, svo þú verður bæði fljótari að því og átakið verður minna. Þegar skrúfvélin er komin inn á heimilið er nær óumflýjanlegt að þú munir grípa oftar í hana en skrúfjárnið, sama hversu auðvelt verkið er.

Skrúfvél eða borvél?

Margar skrúfvélar eru einnig borvélar og öfugt. Það fer allt eftir stærð og eiginleikum festingarinnar fyrir bitana (patróna). Með slíkum vélum geturðu notað bæði skrúfbita og bora til skiptis, og hér að ofan má finna nokkrar gerðir af skrúf- og borvélum. Við eigum einnig gott úrval af alls konar gerðum af borvélum .

Hvernig vel ég rétta skrúfvél?

Fyrsta spurningin sem þú þarft að spyrja sjálfan þig áður en þú festir kaup á skrúfvél er: „Í hvernig verkefni mun ég nota vélina í?“ Ef þú ert bara að setja saman húsgögn eða að hengja hluti upp á vegg, þá munu flestar vélarnar henta þér. Ef þú ert í stærri framkvæmdum, eins og að byggja verkfæraskúr, gæti verið að þú þurfir á kröftugri höggskrúfvél að halda.

Aðrir eiginleikar sem er gott að hafa í huga eru:

  • Endingartími rafhlöðunnar
  • Snúningshraði vélarinnar
  • Þyngd vélarinnar

Ef þú ætlar bara nota skrúfvélina í minni verkefni inni á heimilinu er gott að velja létta vél með lægri snúningshraða sem er þægileg í notkun. Stærð rafhlöðunnar skiptir minna máli ef vélin er bara notuð í einfaldari verkefni sem taka stuttan tíma. Ef þú þarft vélina í stærri og erfiðari verkefni skaltu skoða kraftmeiri vélar með stærri rafhlöðum. Kraftmeiri vélar ráða betur við meira krefjandi verkefni og stærri rafhlöður gera þér kleift að vinna lengur án þess að þurfa að stoppa og hlaða vélina. Á flestum skrúfvélum er svo LED-ljós sem auðveldar þér að sjá skrúfurnar, sem er þá tekið fram í vörulýsingunni.

Fylgihlutir og fleira

Fylgihlutir skrúfvélanna eru mismunandi. Með sumum vélum fylgir rafhlaðan ekki né hleðslutækið og þarf þá að kaupa það sér. Gættu þess að rafhlaðan passi við spennu (V) skrúfvélarinnar. Mörg af þeim vörumerkjum sem seld eru í BAUHAUS eru með sínar eigin rafhlöður sem passa í öll tækin í þeirra vörulínu. Þetta á ekki við um öll vörumerki, svo vertu vakandi fyrir því í vöruvalinu. Svo má ekki gleyma skrúfbitunum sjálfum en þú getur valið um mismunandi stærðir og gerðir af bitasettum, allt eftir þínum þörfum. Sum bitasett innihalda einnig bora fyrir borvélar, en þú getur einnig valið sér borasett eða staka bora.

Við hjálpum þér að velja rétta skrúfvél

Í BAUHAUS eru til ýmsar gerðir af skrúfvélum og viðeigandi fylgihlutum svo þú munt ekki eiga í neinum vandræðum með að finna vélina sem hentar þér. Hjá BAUHAUS finnurðu einnig gott úrval af alls kyns verkfærum fyrir hin ýmsu verkefni. Þú getur skoðað úrvalið í netverslun BAUHAUS, keypt vörurnar sem þig vantar og sótt svo í verslun. Þannig getur þú verið viss um að varan sem þú leitar að sé til og sparað þér tíma í leiðinni. Einnig ertu alltaf velkomin/n í verslunina til okkar þar sem við tökum á móti þér með bros á vör og hjálpum þér að finna réttu vörurnar fyrir þig.

FAQ:

Í hvað get ég notað skrúfvél?

  • Skrúfvélar eru frábært verkfæri til að eiga í ýmis verkefni, en kannski helst þegar það kemur að því að setja saman húsgögn eða taka þau í sundur og hengja hluti upp á veggi. Með skrúfvél verður margfalt auðveldara og þægilegra að losa og festa skrúfur svo þú vinnur mun hraðar og erfiðið minnkar töluvert.

Hver er munurinn á borvél og skrúfvél?

  • Margar skrúfvélar eru einnig borvélar og öfugt. Það fer allt eftir stærð og eiginleikum festingarinnar fyrir bitana (patróna). Með slíkum vélum geturðu notað bæði skrúfbita og bora til skiptis, og hér að ofan má finna nokkrar gerðir af skrúf- og borvélum. Við eigum einnig gott úrval af alls konar gerðum af borvélum .

Skrúfvélar

Sýna 18 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá