Síur
Sýna 2 vörur

Bónvél

Bónvélar eru fjölhæf verkfæri sem eru notuð til þess að draga fram náttúrulegan glans á ýmsum yfirborðum. Sama hvort það sé gamalt viðargólf sem þarf á smá yfirhalningu að halda, húddið á bílnum þínum eða leðursófi, þá er bónvél sniðugt verkfæri fyrir bæði venjulega húseigendur og fagaðila. Með góðri bónvél muntu ná flekklausri og glansandi áferð, sama hvert yfirborðið er.

Hvernig virka bónvélar?

Bónvélar eru með snúningsdisk sem þú festir á klúta eða púða sem bóna og pússa mismunandi yfirborð. Bónvélar eru annað hvort snúrutengdar eða með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Klútarnir eða púðarnir sem eru festir á bónvélarnar geta verið úr alls kyns efnum, til dæmis míkrótrefjum eða svamp, og hægt er að dýfa þeim í vatn, vax, bón eða annan fægilög sem hentar því yfirborði sem þú ert að vinna með. Hraður snúningur klútsins eða púðans fjarlægir litla flekki, rispur og aðra galla og skilur eftir sig glansandi hreint og fínt yfirborð. Sumum bónvélum fylgja mismunandi klútar og burstar, en þessa aukahluti er einnig hægt að kaupa sér.

Hvar, hvernig og hvenær nota ég bónvél?

Bónvélar er hægt að nota í ýmiss konar verkefni, en hér förum við yfir algengustu notkunina:

  • Hvernig: Það fer eftir yfirborðinu sem þú ert að vinna með hvernig þú notar bónvélina. Undirbúðu yfirborðið með því að hreinsa það af öllum lausum óhreinindum og veldu svo réttan klút miðað við yfirborðið.
  • Hvenær: Það er hægt að nota bónvélar reglulega, en árangur þeirra sést best þegar þær eru notaðar með reglulegu millibili til þess að viðhalda fallegu útliti yfirborðsins, sérstaklega eftir mikla notkun.
  • Hvar: Bónvélar eru fjölhæf verkfæri sem eru hönnuð til þess að virka á ýmiss konar yfirborð, þar á meðal harðviðargólf, bíla, flísalögð gólf, leðurhúsgögn og jafnvel einhverja málmhluti. Fylgdu alltaf leiðbeiningum framleiðandans þegar þú notar bónvélar.

Verkfæri sem hjálpa til við þrifin

Verkfæri hjálpa okkur ekki aðeins að búa til og laga hluti, heldur eru til ýmis tæki og tól sem teljast til þrifa-verkfæra. Þú finnur ekki aðeins verkfæri sem bóna yfirborð fyrir þig í BAUHAUS, heldur alls konar önnur verkfæri sem hjálpa þér með þrifin. Á meðal þessara tækja eru meðal annars háþrýstidælur, iðnaðarryksugur, gluggahreinsar og ýmsar hreinsivélar.

FAQ:

Í hvað get ég notað bónvél?

  • Bónvélar eru fjölhæf verkfæri sem eru notuð til þess að draga fram náttúrulegan glans á ýmsum yfirborðum. Sama hvort það sé gamalt viðargólf sem þarf á smá yfirhalningu að halda, húddið á bílnum þínum eða leðursófi.

Hvar finn ég ódýra bónvél?

  • Þú finnur gæða bónvélar frá traustum framleiðendum á góðu verði í BAUHAUS.

Bónvélar

Sýna 2 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá