Opið sumardaginn fyrsta frá kl 10-18
Síur
Sýna 5 vörur

Vinnuborð

Ásamt hagnýtum hillum, þrifavélum og geymslueiningum erum við einnig með mikið úrval af traustum og hagnýtum vinnuborðum í BAUHAUS. Öll vinnuborðin hjá okkur eru með sterkri borðplötu og sterkum borðfótum sem þola iðnaðarumhverfi og mikla þyngd. Hvaða vinnuborð sem þú þarft, þú finnur það hér hjá BAUHAUS. Skoðaðu úrvalið hér að ofan!

Vinnuborð - besti vinur þinn á verkstæðinu

Það segir sig eflaust sjálf að verkstæði getur ekki verið án vinnuborðs. En hvers konar vinnuborð hentar þínu verkstæði? Það er misjafnt eftir fólki, plássinu sem það hefur og verkefnunum sem það vinnur í, hvers konar vinnuborð myndi henta þeim best. Sumir vilja mikið borðpláss sem þolir mikið hnjask vegna alls konar vinnu. Aðrir þurfa bara létt borð undir borðsögina sína, og vilja helst hafa möguleikan á að fella borðið saman og ganga frá því á milli notkana. Lestu áfram til að kynna þér hvernig þú getur valið besta vinnuborðið fyrir þig.

Hvernig á að velja rétta vinnuborðið?

Það eru nokkur atriði sem þú þarft að gera áður en þú velur hið fullkomna vinnuborð. Fyrst þarftu að íhuga þarfir þínar og þá er skynsamlegt að ákvarða eftirfarandi:

  • Stærð: Hversu stórt svæði hefur þú fyrir vinnuborð? Er mikilvægt fyrir þig að hafa meira borðpláss eða meira vinnupláss á verkstæðinu?
  • Hæð og þyngd: Hvaða hæð er þægilegust fyrir þig að vinna við? Viltu hækkanlegt borð? Og hversu þungt má það vera? Viltu geta fært það um auðveldlega?
  • Burðarþol: Hversu mikla þyngd þarf borðið að geta borið? Hvers konar efni ertu að vinna með og á hvaða hátt?
  • Geymslupláss: Viltu geta geymt verkfærin þín og aðra aukahluti í vinnuborðinu sjálfu? Með því að velja vinnuborð með hillum, skúffum og snögum getur þú haft gott skipulag á verkfærunum og alltaf haft þau innan seilingar.

Ef þú ert í vafa um hvers konar vinnuborð hentar þér skaltu ekki hika við að hafa samband við starfsfólk BAUHAUS og fá ráðleggingar þeirra.

Einfalt og þægilegt með BAUHAUS

Þú finnur allt sem þú þarft fyrir verkstæðið þitt hér í netverslun BAUHAUS, eða í verslun okkar á Lambhagavegi 2-4. Hafðu samband hér á síðunni ef þig vantar einhverja aðstoð, eða kíktu við í heimsókn. Við tökum vel á móti þér.

FAQ

Hvernig virkar borðsög?

  • Borðsög er stórt rafmagnsverkfæri með hringlaga blaði. Borðsög stendur yfir bili í borði sem blaðið getur farið í gegnum þegar sögin sker í gegnum stóra búta af efnivið.

Hvernig vinnuborð ætti ég að velja?

  • Rétta vinnuborðið þig veltur á í hvað þú munt nota það. Þaftu stórt borð sem þolir alls konar hnjask fyrir trésmíðaverkefni? Eða þarftu kannski létt og meðfærilegt borð undir borðsög? Viltu geta geymt öll verkfærin þín í vinnuborðinu sjálfu, eða viltu frekar hafa gott pláss undir borðinu fyrir stærri vélar?

Vinnuborð

Sýna 5 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá