Opið sumardaginn fyrsta frá kl 10-18
Síur
Sýna 21 vörur

Þjalir og raspar

Hjá BAUHAUS finnurðu breitt úrval af alls kyns handverkfærum, þar á meðal þjölum og röspum. Hér að ofan getur þú séð úrvalið okkar af þjölum og röspum í mismunandi stærðum og gerðum. Þú getur valið um stök stykki eða keypt þau saman í pakka. Góðar þjalir eða raspar eru mikilvæg tól þegar það kemur að ýmiss konar framkvæmdarvinnu, trésmíði eða öðrum svipuðum verkefnum.

Skoðaðu úrvalið hér að ofan og lestu þig til um verkfæri hér að neðan.

Í hvað eru þjalir og raspar notuð?

Þjalir og raspar eru notuð í ýmiss konar verkefni, meðal annars til að þjala niður skörp horn, við vinnslu á verkfærastáli, til þess að þjala niður yfirborð einhvers efnis eða fá aðra áferð á það eða til að fjarlægja ójöfnur í stáli eða tré. Þjalir og raspar eru því góð tól til þess að eiga í verkfærakassanum, og við mælum með því að eiga fleiri en eitt stykki, og þá helst með mismunandi grófleika fyrir mismunandi verkefni. Þjalir og raspa má nota á flestallan efnivið eins og við, málm og plast. Gakktu bara úr skugga um að þú sért með rétta tólið fyrir þann efnivið sem þú ert að vinna með. Til dæmis er ekki ákjósanlegt að nota málmrasp þegar þú ert að vinna með við.

Stærra verkfæri fyrir stærri verkefni

Þarftu að þjala niður stærra yfirborð en bara stakt horn á hillu? Þá mælum við með því að þú skoðir úrvalið okkar af heflum hér.Þegar hefli er rennt eftir viðaryfirborði sker hann þunn lög af því. Heflar eru því aðallega notaðir til þess að pússa yfirborð, þynna viðarstykki og skerpa brúnir.

Allt fyrir framkvæmdirnar í BAUHAUS

Þú finnur allt sem þú þarft fyrir alls kyns framkvæmdir hjá okkur. Hér geturðu skoðað úrvalið okkar af rafmagnsverkfærum og öðrum tækjum. Einnig eigum við breitt úrval af öllum aukahlutum sem þú þarft fyrir verkfærin þín, hvort sem það er sandpappír, rafhlöður eða borar. Í BAUHAUS finnur þú einnig stóra byggingarefnisdeild þar sem þú finnur allt sem þú þarft, hvort sem það er parket, borðplötur eða girðingar.Skoðaðu úrvalið hér í netversluninni eða kíktu til okkar í verslunina á Lambhagaveg 2-4.

FAQ

Í hvað er hefill notaður?

  • Þegar hefli er rennt eftir viðaryfirborði sker hann þunn lög af því. Heflar eru því aðallega notaðir til þess að pússa yfirborð, þynna viðarstykki og skerpa brúnir.

Hvaða hefil ætti ég að velja?

  • Fyrst skaltu hafa í huga hvers konar trésmíðaverkefni þú munt nota hefilinn í. Hversu stillanleg viltu að blöðin séu upp á þykkt skurðarins? Ertu að fara að nota hefilinn í stærri verkefni eða minni? Fyrir lengri verkefni er betra að kaupa hefil með tvöföldu handfangi, á meðan einfaldur hefill dugir fyrir minni verkefni.

Þjalir og raspar

Sýna 21 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá