Opið sumardaginn fyrsta frá kl 10-18
Síur
Sýna 11 vörur

Snjóblásarar

Það er ekkert leyndarmál að við Íslendingar þekkjum það of vel að kíkja út eftir sjóþunga nótt og komast varla út um útidyrnar. Að moka snjó er erfitt og tímafrekt verk, en sem betur fer er til mun einfaldari leið til þess að fjarlægja þennan óboðna gest. Skoðaðu úrvalið okkar af snjóblásurum hér að ofan og láttu freistast til þess að eiga huggulegan vetur þar sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að festa bílinn í innkeyrslunni.

Skilvirk og fljótleg snjóhreinsun með snjóblásara

Snjóblásarar fjarlægja snjó á einstaklega fljótan og skilvirkan máta. Ef þú hefur prófað snjóblásara einu sinni muntu aldrei vilja snúa aftur til gömlu góðu skóflunnar og eyða mörgum klukkutímum í að moka snjó, og fá örugglega tak í bakið við það. Þú finnur snjóblásara í mismunandi stærðum og gerðum í BAUHAUS. Viltu lítinn og handhægan snjóblásara sem fjarlægir nýfallin snjó á örskotstundu? Eða viltu stærri og kröftugri snjóblásara sem fjarlægir ekki aðeins nýfallin snjó heldur einnig allt krapið og slabbið sem er búið að myndast undir honum? Smelltu á einstaka vörur til þess að lesa meira um þær.

Rafknúinn eða bensínblásara?

Ein af fyrstu spurningunum sem þú þarft að spyrja þig áður en þú kaupir snjóblásara er hvort þú viljir rafknúinn eða bensínknúinn blásara. Báðar gerðir hafa sína kosti og galla, og það fer algjörlega eftir þínum þörfum hvor þeirra hentar þér betur. Bensínknúinn snjóblásara er almennt kröftugri en sá rafknúni, og er því góður kostur ef þú ert með stór svæði sem þarf að hreinsa af snjó. Rafknúinn blásari er léttari og meðfærilegri, og hentar betur fyrir minni svæði þar sem hann er snúrutengdur. Rafknúnir snjóblásarar eru einnig oftar en ekki ódýrari en bensínknúnir. Ef þú ert að leita þér að einföldum og ódýrum snjóblásar til að nota á innkeyrsluna á veturna, þá gæti verið að rafknúinn blásari sé rétti kosturinn fyrir þig.

Gott úrval af garðverkfærum

Þú finnur gott úrval af alls kyns garðverkfærum í BAUHAUS fyrir utan snjóblásarann, hvort sem þig vantar sláttuorf, keðjusög eða staurabor. Skoðaðu úrvalið og ekki hika við að hafa samband við starfsfólkið okkar ef þú ert með einhverjar spurningar.

FAQ:

Hvernig virka snjóblásarar?

  • Snjóblásarar virka þannig að þeir eru með spaða sem snúast og grípa snjóinn til sín, brjóta hann niður og spíta honum svo út frá staðnum þar sem hann var að fjarlægja snjóinn.

Hvernig snjóblásara ætti ég að fá mér?

  • Fyrst þarftu að ákvarða í hvað þú ætlar að nota blásarann. Ef þú ert að leita þér að einföldum og ódýrum snjóblásar til að nota á innkeyrsluna á veturna, þá gæti verið að rafknúinn blásari sé rétti kosturinn fyrir þig. Ef þú ert að hreinsa stærra svæði gæti bensínknúinn blásari verið fyrir þig.

Snjóblásarar

Sýna 11 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá