Síur
Sýna 1 vörur

Staurabor

Ímyndaðu þér að þú þurftir að búa til nákvæmar holur í jörðina fyrir staura, girðingar eða jafnvel til að planta trjám. Hversu erfiðari og tímafrekari heldurðu að verkið væri án réttu tólanna? Sem betur fer getum við hjálpað þér að komast hjá því að hamast óþarflega mikið við það að búa til slíkar holur. Hér að ofan finnurðu úrvalið okkar af stauraborum sem eru hannaðir til þess að einfalda þér verkið við að grafa mjóar og djúpar holur í mismunandi jarðveg.

Hvernig stauraborar eru til?

Stauraborar koma í tveimur mismunandi flokkum: handknúnir stauraborar og rafknúnir stauraborar. Handknúnir stauraborar eru einföld T-laga tæki með tveimur handföngum og hnífsblöðum í spíral. Með því að snúa staurabornum með handföngunum skera hnífsblöðin jarðvegin í sundur og borinn nær lengra niður: og býr til holu. Rafknúnir stauraborar ganga fyrir annað hvort bensíni eða rafmagni. Þessi tæki eru vanalega með snigilbor, gormlaga hnífsblað, sem fjarlægir jarðveginn á meðan þau búa til holuna. Rafknúnir stauraborar eru auðveldir og fljótlegir í notkun og veita notendum sínum mikil þægindi, sérstaklega við stærri verkefni eða erfiðari jarðveg.

Í hvað eru stauraborar notaðir?

Staurabora má nota í ýmiss konar verkefni sem krefjast þess að þú búir til mjóar og djúpar holur á nákvæman hátt. Hér eru nokkur verk þar sem stauraborar koma vel að notum:

  • Girðing:Ein algengasta notkun staurabora er þegar þú ert að setja upp girðingastaura. Stauraborar gera þér kleift að grafa jafnar og öruggar holur, svo staurarnir haldist uppréttir.
  • Gróðursetning: Stauraborar koma einnig að góðum notum við gróðursetningu á trjám og stærri plöntum. Með borunum geturðu búið til rétta stærð af holum til að tryggja góðan vöxt og stöðugleika rótanna.
  • Skilta uppsetning: Líkt og með girðingastaurana þá kemur staurabor sér vel við uppsetning á skiltum. Skilti þurfa sterkan stöðugan og sterkan jarðveg til þess að haldast uppi, og með rétt gröfnum holum er hægt að ná því fram.
  • Pallasmíði: Ertu að byggja eða stækka pallinn þinn? Þá kemur sér vel að eiga staurabor til þess að bora holur fyrir stoðbitana.

Skoðaðu úrvalið af stauraborum hér að ofan og ekki hika við að hafa samband við starfsfólk BAUHAUS ef þú hefur einhverjar spurningar!

FAQ

Í hvað get ég notað staurabor?

  • Staurabora má nota í ýmiss konar verkefni sem krefjast þess að þú búir til mjóar og djúpar holur á nákvæman hátt, hvort sem það er að grafa holur fyrir girðingastaura eða skilti, eða til að gróðursetja tré og stórar plöntur.

Hvernig nota ég staurabor?

  • Handvirkir stauraborar eru T-laga og hafa spírallaga hnífsblöð neðan á sér. Til þess að bora holuna stinguru bornum í jörðina og snýrð honum svo í hringi svo að hann fjarlægi jarðveginn. Rafkúnir stauraborar virka í raun eins, nema þeir ganga fyrir annað hvort bensíni eða rafmagni, og auðvelda þér þannig verkið.

Jarðvegsborar

Sýna 1 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil