UNIGUM er hágæða, tilbúið gúmmíþéttiefni sem harðnar ekki og heldur mýkt sinni og sveigjanleika um óákveðinn tíma. Efnið inniheldur engin lífr...
UNIGUM er hágæða, tilbúið gúmmíþéttiefni sem harðnar ekki og heldur mýkt sinni og sveigjanleika um óákveðinn tíma. Efnið inniheldur engin lífræn leysiefni, er lyktarlaust og auðvelt í meðhöndlun – jafnvel í köldu veðri. UNIGUM harðnar ekki og viðheldur viðloðun.
Eiginleikar
Harðanr ekki – heldur mýkt og sveigjanleika
Mjög góð viðloðun – kemur í veg fyrir leka
Veðurþolið og endingargott
Festist ekki við fingur
Má mála yfir
0% leysiefni – umhverfisvænt og lyktarlaust
Auðvelt að móta og vinna með
UNIGUM hentar sérstaklega vel við
Þéttingar og tenginga á salernum og botnventlum
Uppsetningu á stálvöskum
Þéttingu á þakrennum, niðurföllum og þakklæðningum úr plasti, málmi og eternit
Önnur verkefni þar sem leitast er eftir sveigjanlegu og þéttiefni sem harðnar ekki
UNIGUM loðir vel við fjölbreytt efni eins og málm, tré, gler, steypu og plast.
Notkun
Gakktu úr skugga um að fletir séu hreinir. Hnoðaðu UNIGUM létt fyrir notkun.
Uppsetning á salerni
Mótaðu UNIGUM í rétta þykkt og þrýstu jafnt í bilið milli stúts og tengimúffu. Gættu þess að þrýsta vel út að hliðum og skerðu afgangsefni með hníf.
Uppsetning á stálvöskum
Mótaðu UNIGUM í 6–8 mm þykkt. Þrýstu því undir vaskbrúnina. Festu vaskinn við borðplötuna. Ef efni þrýstist út milli vasks og borðs má auðveldlega fjarlægja það með hníf eða spaða. Þar sem UNIGUM harðnar ekki, má fjarlægja vaskinn síðar án skemmda á borðplötunni.
| Vörunafn | Píparakítti 0,5 kg Unipak Unigum |
|---|---|
| Vörunúmer | 1243681 |
| Þyngd (kg) | 0.569000 |
| Strikamerki | 5708923097101 |
| Nettóþyngd | 0.530 |
| Vörumerki | UNIPAK |
| Vörutegund | Kítti |