Síur
Sýna 20 vörur

Rafmagnsofnar

Skapaðu hlýtt og gott hitastig á heimilinu eða í bústaðnum með gæða rafmangsofnum úr BAUHAUS. Með rétta ofninum getur þú tryggt rétta hitastigið að hverju sinni á heimilinu eða í bústaðnum. Hér að ofan finnurðu úrval af rafmagnsofnum frá traustum gæða framleiðendum svo ættir að geta fundið réttu lausnina fyrir þig.

Skoðaðu úrvalið og taktu næsta skrefið í að skapa hlýju og gott andrúmsloft í kringum þig.

Hverjar eru mismunandi gerðir rafmagnsofna?

Við eigum úrval af bæði veggfestum rafmagnsofnum og olíufylltum rafmagnsofnum á hjólum. Veggfestir rafmagnsofnar henta vel inni á heimilið sjálft þar sem þeir taka lítið pláss, eru stílhreinir og passa vel inni í hvaða rými sem er. Fyrir bústaðinn getur hins vegar verið sniðugt að hafa olíufylltan rafmagnsofn á hjólum þar sem þú getur auðveldlega fært hann á milli herbergja. Olíuofnar halda einnig hitanum í sér lengur þegar búið er að slökkva á þeim, svo það þarf ekki að hafa kveikt á þeim allan tímann.

Hvernig vel ég rétta ofninn?

Það fer eftir þínum þörfum og löngunum hvernig ofn þú ættir að velja. Fyrir rými innan heimilisins eru veggfestir rafmagnsofnar hentugasta lausnin. Þeir koma í mismunandi stærðum og eru mis kraftmiklir. Flestir rafmagnsofnar eru einnig með sér dag- og næturstillingar, frostvörn og vörn gegn ofhitnun.

Ef þú vilt meiri sveigjanleika í hitagjafanum mælum við með því að þú skoðir ofn á hjólum sem hægt er að færa á milli herbergja. Slíkir ofnar eru sérstaklega hentugir fyrir sumarbústaðinn þar. Olíufylltir rafmagnsofnar á hjólum hafa þá kosti að auðvelt er að færa þá á milli mismunandi rýma og þeir halda hitanum lengur í sér en venjulegir rafmagnsofnar eftir að búið er að slökkva á þeim.

Get ég notað rafmagnsofn á pallinum?

Við mælum hins vegar ekki með rafmagnsofnum til notkunar utandyra, heldur eru þar til gerðir pallahitarar betri kostur. Hér finnurðu gott úrval pallahitara í mismunandi stærðum og gerðum.Það er fátt notalegra en að sitja úti á íslenskum sumarkvöldum og njóta kyrrðarinnar og að anda að sér ferska andrúmsloftinu. Þú finnur allt sem þú þarft til að skapa notalega stemningu á pallinum hjá þér í BAUHAUS.

FAQ:

Hvað er rafmagnsofn?

  • Rafmagnsofn er einfaldur og þægilegur hitagjafi þar sem hann er mjög þægilegur í uppsetningu. Þú einfaldlega tengir rafmagnsofninn þinn við innstunguna og hann er klár. Rafmagnsofnar hitna fljótt og eru því fljótir að hita upp rými.

Borgar sig að eiga olíuofn?

  • Olíuofnar eru með öruggustu hitagjöfunum. Að auki veita olíuofnar jafnan hita sem endist vel og lengi eftir að búið er að slökkva á honum. Ef þú ert að leitast eftir öruggum og endingargóðum hitagjafa mælum við með því að þú skoðir olíufyllta rafmagnsofna.

Rafmagnsofnar

Sýna 20 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil