Afgreiðslutímar um páskana
Síur
Sýna 7 vörur

Markísur

Eins notalegt og það er að sitja úti á palli og njóta, þá þekkjum við Íslendingar það of vel að veðrið býður ekki alltaf upp á það. En við deyjum heldur ekki ráðalaus, heldur finnum við leiðir til þess að lengja sumarkvöldin og gera útiveruna notalegri. Markísur eru frábær leið til þess að skapa notalega stemmingu á pallinum án þess að hafa of mikið fyrir því.

Hér að ofan finnurðu gott úrval af mismunandi markísum. Þú finnur einnig gott úrval af ýmsum öðrum garðhúsgögnum hér í netverslun BAUHAUS.

Hvað eru markísur?

Markísur eru eins konar dúkur sem er festur við útivegg og er svo hægt að draga út svo að hann myndi eins konar skjól yfir ákveðið svæði. Markísur eru algengar á pöllum hjá fólki, og oft staðsettar yfir setuaðstöðunni, svo að þær veiti skjól fyrir rigningu og sól þegar þess þarf. Þú getur tryggt notalega setuaðstöðu á pallinum þínum í ýmsum veðrum með góðri markísu. Markísur eru framleiddar úr sterkbyggðu, traustu og veðurþolnu efni - bæði dúkurinn, ramminn og allar festingar.

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel markísu?

Rétta markísan fyrir þig er sú sem passar nákvæmlega við útisvæðið þitt og uppfyllir þær þarfir og langanir sem þú hefur fyrir gott skyggni frá sólinni eða skjól frá regninu. Hér eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga við val á markísu:

  • Stærð: Veldu rétta stærð á markísu, bæði svo að hún passi örugglega við útivegginn á pallinum þínu, en líka svo að hún sé ekki of lítil eða of stór fagurfræðilega séð.
  • Handvirk eða rafknúin: Þú getur valið á milli einfaldrar handvirkrar markísu sem er dregin út af handafli, eða rafknúnar markísu sem er dregin út af mótor.
  • Litur: Veldu markísu í þeim lit sem þér líst best á og passar við útlitið á húsinu þínu og pallinum.

Þú getur alltaf verið viss um það að, óháð því hvaða markísu þú velur, þá verða gæðin í hæsta gæðaflokki svo að markísan þín endist vel og lengi.

FAQ

Hvað kostar rafknúin markísa?

  • Rafknúnar markísur eru dýrari en handvirkar markísur, þar sem þeim fylgir meiri og flóknari búnaður. Verðið á markísum fer einnig eftir stærð og gerð, svo skoðaðu endilega úrvalið hjá okkur og ekki hika við að hafa samband ef þú ert með einhverjar spurningar.

Hvernig set ég upp markísu?

  • Skoðaðu allar leiðbeiningar vel og vandlega. Fyrst skaltu mæla svæðið og merkja þar sem þú vilt festa hana á útiveggnum. Tryggðu að allar festingar séu jafnar og tryggilega festar. Settu ramma markísunnar í festingarnar, rúllaðu dúknum út og festu hann við rammann og að lokum skaltu athuga stöðugleika allra festinga og hluta fyrir notkun.

Markísur

Sýna 7 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá