-
DENFORMHeitur pottur 6 manna DenForm California799.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 6 manna DenForm Montana1.497.995 kr.
-
CAMARGUEHeitur pottur 5 manna Camargue Spirit849.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 6 manna DenForm Northern Light899.995 kr.
-
CAMARGUEHeitur pottur 6 manna Camargue Serenity999.995 kr.
-
CAMARGUEHeitur pottur 6 manna Camargue Harmony849.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 6 manna DenForm Colorado1.499.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 8 manna DenForm King size2.353.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 2 manna DenForm Idaho748.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 8 manna DenForm Midnight2.139.995 kr.
-
DENFORMSundlaug 4 metra DenForm WS/NG-BT3.209.995 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 3 manna DenForm Arizona909.495 kr.
-
DENFORMHeitur pottur 6 manna DenForm Hawaii1.337.495 kr.
-
DENFORMSía fyrir heitan pott Denform 31/52/6111.795 kr.
-
DENFORMLoklyfta fyrir einangrað lok DenForm fest að neðan38.595 kr.
-
DENFORMKlór sett fyrir heitan pott DenForm11.795 kr.
-
DENFORMSía fyrir stóra potta Denform12.895 kr.
-
DENFORMRyksuga/vatnssuga 1,4 m fyrir heitan pott DenForm16.095 kr.
-
DENFORMSíuhreinsir 1L DenForm5.395 kr.
-
DENFORMWiFi stýring fyrir heitan pott Denform54.595 kr.
-
DENFORMPrufusett fyrir pH og klór DenForm3.295 kr.
-
DENFORMYfirbreiðsla fyrir einangrað lok DenForm California58.895 kr.
-
DENFORMSía tvöföld fyrir Denform Montana11.795 kr.
-
CAMARGUEHeitur pottur 6 manna Camargue Emotion839.995 kr.
-
DENFORMHandklæðahengi fyrir heitan pott DenForm19.295 kr.
-
DENFORMBluetooth connect fyrir heitan pott DenForm69.595 kr.
-
DENFORMSíusett fyrir heitan pott Denform 4stk42.795 kr.
-
DENFORMHreinsiefni fyrir heita potta Wonder-Elean 1L5.395 kr.
-
DENFORMKlórtöflur 1 kg DenForm5.895 kr.
-
DENFORMLæsing fyrir lok 4 stk DenForm3.295 kr.
-
DENFORMDrykkjabakki fyrir heitan pott DenForm22.495 kr.
-
DENFORMHandrið fyrir heitan pott DenForm32.095 kr.
-
DENFORMClear 1L DenForm3.595 kr.
-
DENFORMIlmefna sett fyrir heitan pott DenForm5.395 kr.
-
DENFORMSýrustillir Ph mínus 1 kg DenForm4.295 kr.
Heitir pottar
Heitir pottar hafa verið til í þúsundir ára, þar sem fornar siðmenningar viðurkenna ávinninginn af hlýju vatni fyrir heilsu og slökun. Að liggja í hlýju vatni býður upp á indæla slökun og getur bætt skap þitt og veitt þér almenna vellíðan. Þótt heitir pottar í dag séu nútímalegri í hönnun og með alls kyns tæknilegum aukahlutum, þá bjóða þeir enn upp á sömu kostina í grunninn. Þar að auki bætir heitur pottur mikilli skemmtun við hlýjan sumardag eða gott grillpartí á vorkvöldi.
Dekraðu við þig og þína með okkar hjálp! Skoðaðu úrvalið hér að ofan og finndu þinn fullkomna pott. Við skulum kafa aðeins betur inn í heim heitu pottana og kanna hvað gerir þá svona frábæra.
Ætti ég að fá mér heitan pott?
Einn stærsti kosturinn við að eiga heitan pott er getan til að nota hann allt árið um kring. Hvort sem það er um kaldar vetrarnætur eða heita sumardaga þá er hægt að njóta heita pottsins í hvaða veðri sem er. Heita vatnið mun hlýja þér á veturna á meðan svalara vatnið er hressandi og kælandi í sumarsólinni. Við hjá BAUHAUS trúum því að allir eigi skilið smá lúxus og slökun í lífi sínu. Þess vegna bjóðum við upp á heita potta með þægilegum sætum og bekkjum, innbyggðum bluetooth hátölurum, LED ljósum og hressandi nuddstútum. Heitur pottur er fullkomin viðbót við hvaða bakgarð, pall og svalir sem er, hvort sem þú vilt slaka á eftir langan dag eða bjóða í gott pottapartí.
Hvað þarf að hafa í huga við valið?
Þegar kemur að því að velja heitan pott eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga:
- Fyrst og fremst þarftu að hugsa um stærð og lögun heita pottsins þíns. Ertu með rúmgóðan pall eða garð þar sem stór heitur pottur myndi passa? Eða langar þig jafnvel bara í minni pott með færri sætum?
- Þegar þú hefur góða hugmynd um þá stærð og lögun sem þú ert að leita að geturðu byrjað að hugsa um viðbætur eins og fjölda nuddstúta, lýsingu og hljóðkerfi.
- Auk þess að vera uppspretta slökunar og skemmtunar getur heitur pottur og umhverfið í kringum hann líka verið falleg viðbót við heimilið. Við eigum gott úrval af ýmiss konar garðhúsgögnum sem geta lífgað upp á svæðið í kringum pottinn.
Orkusparandi og tandurhreinn heitur pottur
Í BAUHAUS seljum við heita potta frá gæðamerkjum á borð við DenForm og Camargue, sem eru hannaðir til að tryggja hámarks orkunýtingu og endingu. Háþróuð einangrunar- og hitatækni hentar vel fyrir norðurslóðir og heldur vatninu heitu og orkunotkuninni í lágmarki. Breytilegt veðurfar Íslands og löng kuldatímabil gera það að verkum að hér henta ekki allar gerðir heitra potta. Hjá BAUHAUS bjóðum við einungis upp á heita potta sem við vitum að þola íslenska veðráttu
Heitu pottarnir hjá okkur eru einnig með innbyggt ósonhreinsikerfi sem dregur úr þörfinni á hreinsiefnum í vatninu eins og klór. Fyrst fer vatnið í gegnum fíngerða síu sem fangar óhreinindi á borð við fitu, skordýr og annað sem flýtur á yfirborðinu. Næst er vatnið hitað og því dælt í gegnum óson sem drepur sýkla. Vatninu í pottinum er dælt í gegnum hreinsunarkerfið nokkrum sinnum á dag til að halda kerfinu viðhaldslitlu. Auðvelt er að nálgast síurnar til hreinsunar eða útskipta.
Viðhald og umhirða
Þótt pottarnir séu útbúnir öflugu vatnshreinsikerfi þá þarf að samt að huga vel að honum. Reglulegt viðhald á heita pottinum þínum er nauðsynlegt til að viðhalda góðri endingu hans og tryggja að hann sé áfram öruggur og skemmtilegur staður til að slaka á. Að vanrækja heita pottinn þinn getur leitt til vandamála eins og uppsöfnun baktería,, aflitunar á efninu og skemmda á búnaðinum.
Viðhald á heitum potti felur m.a. í sér að þrífa síurnar reglulega og tæma pottinn inni á milli. Einnig er mikilvægt að halda pottahlífinni í góðu standi og að þrífa skelina á pottinum reglulega. Með því að fjárfesta tíma og fyrirhöfn í viðhaldi heita pottsins þíns geturðu notið alls þess frábæra sem hann hefur upp á að bjóða í fjölda ára.
Í BAUHAUS finnurðu heita potta í ýmsum stærðum, gerðum og litum sem passa við þinn persónulega stíl og rými. Allt frá notalegum tveggja sæta pottum til rúmgóðra sex manna potta, við eigum eitthvað fyrir alla.
FAQ:
Hver er rafmagnskostnaðurinn fyrir heitan pott?
Rafmagnskostnaður við að reka heitan pott er mismunandi eftir stærð pottsins, hitastiginu sem þú stillir hann á og hversu oft þú notar hann. Hins vegar eru heitir pottar í dag hannaðir til að vera orkusparandi og hagkvæmir, svo þú getur alltaf fundið pott sem sprengir ekki rafmagnsreikninginn þinn.
Hvernig á að þrífa heitan pott?
Hér eru einfaldar leiðbeiningar varðandi þrif á heitum potti:
- Tæmdu vatnið úr pottinum.
- Notaðu mjúkan klút eða svamp til að fjarlægja óhreinindi eða rusl úr pottinum.
- Notaðu sérhæfðan pottahreinsi til að hreinsa pottinn og fjarlægja allar bakteríur og önnur óhreinindi.
- Skolaðu pottinn vandlega með hreinu vatni.
- Fylltu pottinn aftur með fersku vatni njóttu hreina heita pottsins þíns!