Sendum frítt - Gildir núna og aðeins í vefverslun - Lesa nánar
Síur
Sýna 3 vörur

Reykofnar

Reykofnar eru frábærar viðbætur í eldhúsið eða á pallinn fyrir sælkerakokka sem elska ríkulega bragðið af reyktum mat. Reykofna má nota til að reykja alls kyns kjötmeti, fisk, osta og grænmeti.

Er kominn tími til að endurnýja grillið? Áttu kannski ekki grill og ert að leita þér að fyrsta gripnum? Sama hvort það er, þá þarftu ekki að leita lengra en til okkar í BAUHAUS! Hvort sem þú ert vanur grillmeistari eða byrjandi þá finnurðu rétta grillið og tilheyrandi græjur hjá okkur. Hér að ofan geturðu skoðað úrvalið okkar af reykofnum, en ef þú vilt skoða fleiri gerðir af grillum þá finnurðu þær hér.

Hvað er reykofn?

Reykofnar eru gerð af grilli sem reykir matinn á meðan hann er eldaður. Reykofnar eru hannaðar til að fylla matvæli, aðallega kjöt og fisk en einnig osta og grænmeti, með ríkulegu bragði reyks. Þetta snýst ekki bara um bragðaukningu þar sem reykingarferlið hjálpar einnig við að varðveita matinn, lengja geymsluþol hans og gefa honum sérstaka áferð.

Hvernig virkar reykofn?

Reykofnar skiptast að jafnaði í þrjá hluti: hitagjafi, bakki fyrir eldiviðinn og grindur eða hankar fyrir matvælin. Eldiviðurinn getur verið viðarspænir, viðarkubbar eða sag, til dæmis. Reykofninn virkar þannig að eldiviðurinn brennur og myndar reyk sem umlykur matvælin. Þú getur stjórnað bragðinu og styrkleika þess með því hvernig eldivið þú velur og hversu lengi þú reykir matinn. Flestir nýlegir reykofnar eru með hitastjórnun og loftgötum sem stjórna styrkleika og magn reyksins, og tryggja þannig jafnt reykingarferli.

Einnig eru til bæði handvirkir og sjálfvirkir reykofnar, en sjálfvirkir reykofnar eru með sjálfvirka mötun á eldiviðnum sem tryggir jafna reykingu. Í sumum reykofnum er einnig hægt að kaldreykja, en þá þarf oftast auka kaldreykinga millistykki.

Eldiviður

Í BAUHAUS finnurðu úrval af viðarspónum, pallettum og kubbum í ýmsum gerðum og bragðtegundum. Þú getur fundið sérstakan eldivið fyrir reykingu á fuglakjöti, fisk, nautakjöti eða með eplabragði ef þú vilt leika þér með öðruvísi bragð. En þetta snýst ekki bara um bragðið. Grillefniviðurinn hjá okkur er einnig hannaður til að halda stöðugum hita- og brennslutíma, svo þú getir náð fullkominni framreiðslu í hvert skipti. Kíktu á úrvalið okkar af eldivið fyrir reykofninn þinn hér.

FAQ:

Hvað get ég reykt í reyofni?

  • Í raun allt sem hugurinn girnist! Þú getur reykt alls konar kjötmeti og fisk, grænmeti eða jafnvel osta.

Hvernig nota ég reykofn?

  • Byrjaðu á því að velja eldiviðinn sem þér líst best á. Forhitaðu reykofninn og settu matinn svo á grindurnar eða hankana inni í honum. Tryggðu að loftræstingin virki og fylgstu vel með hitanum á meðan maturinn reykist. Leyfðu matnum svo að standa aðeins þegar þú hefur tekið hann úr ofninum, og njóttu!

Reykofnar

Sýna 3 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil