Síur
Sýna 6 vörur

Rafmagnsgrill

Það er eitthvað svo ljúft við það að standa úti og elda matinn yfir opnum logum sem fæst ekki toppað, og þá sérstaklega á björtu og fallegu sumarkvöldi á Íslandi.

Er kominn tími á að endurnýja grillið? Eða áttu kannski ekki grill og ert að leita þér að fyrsta gripnum? Sama hvort það er, þá þarftu ekki að leita lengra en til okkar í BAUHAUS! Hvort sem þú ert vanur grillmeistari eða byrjandi þá finnurðu rétta grillið og tilheyrandi græjur hjá okkur. Hér að ofan finnurðu gott úrval af rafmagnsgrillum, en ef þú vilt kynna þér aðrar gerðir af grillum þá finnurðu þau einnig hér í netverslun BAUHAUS.

Af hverju ætti ég að velja rafmagnsgrill?

Rafmagnsgrill framleiða engan reyk og þurfa ekki eldivið sem eldsneyti. Þau eru því fullkomin fyrir fólk sem býr til dæmis í fjölbýlishúsi og er að grilla á svölunum hjá sér, og vill forðast það að trufla nágrannana með reyknum. Rafmagnsgrill eru einnig hentug fyrir fólk sem vill geta grillað inni. Rafmagnsgrill eru auðveld í notkun og þurfa enga forhitun, sem gerir þau fullkomin fyrir fljótlegar máltíðir. Ef þú ert að leitast eftir þægindum og hentugleika, þá gæti rafmagnsgrill verið rétta grillið fyrir þig. Ef þú vilt upplifa „klassíska“ grillstemmingu, þá mælum við með því að þú skoðir frekar úrvalið okkar af kolagrillum.

Líst þér ekki á rafmagns- né kolagrill? Hvort sem þú ert að leita þér að nettu ferðagrilli, stæðilegu gasgrilli, pizzaofni eða jafnvel steyptu grilli fyrir garðinn - þá finnurðu það sem þú leitar að í BAUHAUS. Við erum með gott úrval af grillum frá vel þekktum framleiðendum á borð við Weber, Napoleon og Kingstone, svo þú veist að þú ert að fá gæðavöru sem endist vel.

Grill, og hvað svo?

Þegar þú hefur valið rétta grillið fyrir er kominn tími til að huga að aukahlutunum. Ekkert grill er fullkomið án góðra verkfæra. Spaði, töng og grillbursti eru nauðsynleg fyrir alla grillara og þú gætir líka viljað íhuga að fjárfesta í kjöthitamæli til að tryggja að maturinn þinn sé alltaf fullkomlega eldaður. Aðdáendur grillaðs grænmetis verða svo að eiga góða grillkörfu. Í íslenskri veðráttu er einnig mikilvægt að huga vel að því að passa upp á grillið, og því er gott að eiga góða yfirbreiðslu. Þú finnur alla þessa aukahluti og margt fleira í verslun og netverslun BAUHAUS.

FAQ:

Eru ragmagnsgrill góð?

  • Rafmagnsgrill hafa marga kosti fram yfir aðrar gerðir af grillum. T.d. eru þau fljót að hitna og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af eldfimum efnum. Hins vegar kemur öðruvísi bragð af matnum ef þú notar gas- eða kolagrill, þar sem eldiviðurinn gefur matnum ákveðið bragð.

Hvernig nota ég rafmagnsgrill?

  • Til að nota rafmagnsgrill skaltu einfaldlega stinga því í samband við rafmagn innan- eða utandyra og stilla hitastigið eftir þörfum. Bíddu þar til grillið nær eldunarhita, og síðan geturðu grillað matinn þinn alveg eins og á gas- eða kolagrilli.

Rafmagnsgrill

Sýna 6 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá