Síur
Sýna 12 vörur

Ferðagrill

Ef það er eitthvað einkennandi við íslenskt sumar þá er það að standa yfir heitu grilli á björtum og fallegum sumardegi. Ferðagrill eru fyrirferðarlítil og færanleg grill sem er auðvelt að grípa með sér. Hvort sem það er í útilegur, lautarferð í garðinum eða bara grillpartí á pallinum, þá eru þessi grill fullkomin til að fá alvöru grillmat hvar sem þú ert. Þú finnur rétta ferðagrillið hér að ofan. Ertu að leita að stærra grilli til að hafa á pallinum? Þú finnur allar gerðir af grillum hér í netverslun BAUHAUS.

Fullkominn félagi fyrir sælkera á ferðinni

Ferðagrill koma í mismunandi stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að þau eru annað hvort á litlum fótum eða á lengri sambrjótanlegum fótum, svo það sé alltaf auðvelt að pakka þeim saman og setja upp. Til eru nokkrar gerðir af ferðagrillum en algengast er að þau séu annað hvort kolagrill eða gasgrill.

Gasgrill

Gasgrill eru mjög vinsæl vegna þess að þau eru auðveld í notkun og bjóða upp á nákvæma hitastýringu. Grillin ganga fyrir própani eða jarðgasi og eru fullkomin fyrir þau sem vilja byrja að grilla hratt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að kveikja í kolum eða viði. Gasgrill eru líka frábær fyrir þau sem vilja elda fjölbreyttan mat á grillinu þar sem auðvelt er að stilla þau á mismunandi hitastig.

Kolagrill

Kolagrill nota kol sem eldsneyti og eru fullkomin fyrir þau sem vilja hafa þetta ekta reykbragð af matnum. Þú þarft aðeins meiri færni til að nota kolagrill heldur en gasgrill, en lokaniðurstaðan er þess virði. Kolagrill eru frábær til að svíða og eldun á háum hita en eru líka fullkomin í hæga eldun, þar sem þú getur still grillinu og matnum upp þannig að hann hitist óbeint og reykt matinn þannig í marga klukkutíma.

Hvar og hvenær getur þú notað ferðagrill?

Kosturinn við ferðagrill er að þú getur notað þau nánast hvar sem er! Hvort sem þú ert að fara í lautarferð á Klambratúni, í bústað með vinunum eða að halda grillpartí á pallinum fyrir fjölskylduna - þá eru ferðagrill góður félagi. Ferðagrill eru einnig smærri í sniðum en venjuleg grill, svo ef þú ert með litlar svalir eða takmarkað geymslupláss, þá er ferðagrill betri kostur fyrir heimagrillið.

Skoðaðu úrvalið hér að ofan og finndu fullkomna ferðagrillið fyrir þig! Hér finnur þú einnig alla aukahluti sem þig gæti vantað fyrir góða grillupplifun.

FAQ:

Hvað er ferðagrill?

  • Ferðagrill er í raun með alla sömu eiginleika og venjuleg grill, nema hönnunin er slík að það er auðvelt að ferðast með það á milli staða. Ferðagrill eru minni en venjuleg grill, og eru annað hvort á stuttum fótum eða með samfellanlega fætur.

Hvernig ferðagrill ætti ég að velja?

  • Þegar þú velur rétta ferðagrillið skaltu íhuga eldsneytistegund (kol eða gas), stærð miðað við fjölda fólks sem þú grillar fyrir, endingu efna, æskilega eiginleika (eins og hitamæla eða hliðarhillur) og að allir nauðsynlegir öryggisþættir séu til staðar.

Ferðagrill

Sýna 12 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá