Sendum frítt - Gildir núna og aðeins í vefverslun - Lesa nánar

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

BAUHAUS deilir jólagleðinni með því að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju, heildarverðmæti um 1.500.000 kr. Það virkar þannig að þú tilnefnir einfaldlega það málefni sem þér er kært. Það getur verið vinur, fjölskylda, stofnun eða samtök. Hægt er að tilnefna málefni til 15. nóvember.

 

Þrjú heppin málefni verða síðan valin sem fá jólapakka sem inniheldur það sem þarf til þess að komast í sannkallaða jólastemningu. Innihald pakkana getur verið hátíðarmatur, jólaskraut, jólamatur eða annað sem gleður. 

 

„Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda" segir Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri BAUHAUS.

 

BAUHAUS kvetur sem flesta til að tilnefna málefni fyrir 15. nóvember! Sendu inn tilnefningu á www.bauhaus.is

Einstök börn

Einstök börn var eitt af þeim þremur málefnum sem urðu fyrir valinu! Það voru margir sem tilnefndu Einstök börn og var ákaflega gaman að fá að gleðja þau fyrir hátíðirnar með gjöf að andvirði 500.000 kr.✨
Jólagjöfin innihélt bónuskort og aðrar vörur fyrir nýtt rými Einstakra barna. Fyrir þá sem ekki vita er Einstök börn stuðningsfélag fyrir börn og ungmenni með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni og fjölskyldur þeirra

Harpa Björk

Það var yndislegt að fá að gleðja Hörpu Björk fyrir hátíðirnar. En hún er einstæð móðir sem á litla stelpu sem glímir við krabbamein.
Hörpu bárust nokkrar tilnefningar og var frábært að fá að gleðja hana með styrk upp á 500.000kr.✨

Kaffistofa samhjálpar

Kaffistofa Samhjálpar var eitt af þeim þremur málefnum sem urðu fyrir valinu! Fjölmargir tilnefndu Kaffistofuna og var ákaflega gaman að fá að gleðja þau fyrir hátíðirnar með styrk upp á 500.000 kr.✨

Kaffistofan stefnir á að kaupa eldhústæki sem þeim vantar, ásamt mat og öðru sem gleður yfir jólin. Yfir 100.000 máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á hverju ári til þeirra sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil