Síur
Sýna 10 vörur

Svalahurðir

Hurðir eru mikilvægur hluti heimilisins, bæði innan þess og utan, og gegna bæði praktísku og fagurfræðilegu hlutverki. Því er gott að vanda valið þegar það kemur að því að velja hurðar fyrir heimilið. Hjá BAUHAUS finnurðu gott úrval af inni-, úti- og svalahurðum úr gæða efnivið sem passa fullkomlega við þitt heimili. Skoðaðu úrvalið hér að ofan og finndu hina fullkomnu svalahurð fyrir þitt heimili. Vantar þig einnig inni- og útihurðir? Þú finnur þær hér.

Finndu réttu svalahurðina fyrir þitt heimili

Svalahurðir eru mikilvægur hluti heimilisins. Þær sinna því bæði praktísku og fagurfræðilegu hlutverki þar sem þær veita (og hindra) inngang inn á heimilið, rétt eins og útihurðirnar gera. Svalahurðir þurfa að þola alls konar veður og vind, mikla notkun og standast kröfur byggingarreglugerða. Svalahurðir eru oftar en ekki í stofunni eða inni í svefnherberginu, rými sem fólk setur meiri hugsun á bak við þegar kemur að hönnun og stíl. Þess vegna er nauðsynlegt að velja gæða svalahurð sem passar við stíl og hönnun heimilisins.

Svalahurðir úr gæða efnivið

Gæði, virkni og ending eru mjög mikilvæg hjá okkur í BAUHAUS. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á gæðavörur á góðu verði sem henta þeim og endast vel. Það á einnig við um úrvalið okkar af hurðum. Sama hvort það sé viðurinn í hurðinni, stálið í hurðarhúninum eða glerið í gluggunum - þú getur treyst því að þú fáir gæðavöru í BAUHAUS, án þess að tæma vasana alveg.

Praktísku hlutirnir í vali á svalahurð

Auk fagurfræðinnar er virkni hurðarinnar einnig í fyrirrúmi. Einangrun og styrkleiki hurðarinnar eru mikilvægir eiginleikar sem ber að hafa í huga, ásamt bæði gerð hússins, staðsetningu þess og hurðarinnar.

Nokkrir hlutir sem er gott að hafa í hug við val á útihurð eru:

  • Eru svalirnar eða pallurinn í skjóli?
  • Eru eða verða gluggar við hliðina á svalahurðinni?
  • Hversu mikilli birtu á svalahurðin að hleypa inn?
  • Hvers konar efniviður og hönnun passar við húsið?

Þegar þú hefur fundið réttu hurðina geturðu farið að huga að fylgihlutunum. Hjá BAUHAUS finnurðu til dæmis úrval af mismunandi hurðarhúnum ásamt gluggafilmum sem gefa aukið næði og skemmtilegt útlit.

Ef þú ert óviss hvernig hurðir passa best við þitt heimili eða hvernig útliti og hönnun þú ert helst að leita að, sláðu á þráðinn eða mættu í verslunina til okkar og fáðu fagmannlega ráðgjöf frá starfsfólki BAUHAUS.

FAQ

Hvernig skipti ég um svalahurð?

  • Þegar það kemur að því að skipta um svalahurð er ferlið alveg eins og þegar þú skiptir um aðrar hurðir. Gakktu úr skugga um að þú sért með öll nauðsynleg verkfæri við hendina og að hurðin sem þú ætlar að setja í passi örugglega í opið. Ekki hika við að hafa samband við okkur í BAUHAUS ef þú hefur einhverjar spurningar.

Hvað kostar ný svalahurð?

  • Í BAUHAUS finnurðu gott úrval svalahurða í mismunandi verðflokkum. Það fer allt eftir stærð og gerð hurðarinnar hversu mikið hún kostar. Góð svalahurð úr gæða efnivið getur enst í áratugi og er því góð fjárfesting.

Svalahurðir

Sýna 10 vörur
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
Loka
Bæta á óskalistann

Bæta á óskalistann

Með því að bæta við vörum á óskalista hefur þú góða yfirsýn yfir valdar vörur.

Skrá inn eða nýskrá