Verðvernd

Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum.Þess vegna erum við með verðvernd. Það þýðir að ef þú finnur sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila okkar lækkum við okkar verð.

Verðvernd gildir eingöngu ef að eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. Sama vara, þ.e.a.s. sama vörumerki og sama gerð
2. Varan er til á lager hjá samkeppnisaðila
3. Sama vara er á núverandi tímapunkti í sölu á lægra verði hjá samkeppnisaðila

Verðvernd gildir eingöngu um vöruna, ekki um frían sendingarkostnað eða sendingargjald samkeppnisaðila.

Framvísa þarf staðfestingu á því að varan sé seld á lægra verði hjá samkeppnisaðila (t.d. gildandi tilboðsblað, auglýsing í dagblaði eða auglýsing á netmiðlum) eða vísa í heimasíðu samkeppnisaðila.

Kaupir þú vöru hjá okkur og finnur sömu vöru innan 7 daga ódýrari hjá samkeppnisaðila okkar endurgreiðum við þér mismuninn. Þú þarft að framvísa kassakvittun eða reikning fyrir kaupunum.

Fyrir viðskiptavini Fyrirtækjaþjónustu BAUHAUS gilda almenn skilyrði um reikningsviðskipti.

Verðvernd gildir ekki þegar um er að ræða tímabundin tilboð eins og opnunartilboð, tilboð einstakra hverfisverslana, útstillingarvörur, sérpantaðar vörur og vörur í takmörkuðu magni.