Ábyrgðir

Við bjóðum 5 ára ábyrgð á öllum rafmagnsverkfærum, að undanskildum rafgeymum/hleðslutækjum, rafhlöðum, perum og slitbúnaði. BAUHAUS metur hverju sinni hvort verkfærið skuli í viðgerð, skipt út fyrir nýtt verkfæri eða hvort endurgreiða eigi viðskiptavininum verkfærið.

Undanskilið frá þessari ábyrgð eru bilanir sem hægt er að ætla að séu vegna almennrar notkunar og slits, óábyrgrar notkunar eða vegna skorts á viðhaldi. Ábyrgðin fellur úr gildi um leið og viðskiptavinurinn opnar verkfærið/vélarhúsið á verkfærinu eða fær einhvern annan til þess að gera slíkt. Viðskiptavinurinn getur gert kröfu um að fá verkfærið bætt í 5 ár frá því að kaupin fóru fram með því að framvísa bæði kassastrimli/kvittun og verkfærinu sjálfu.

Þessir ábyrgðarskilmálar takmarka ekki aðra ábyrgð sem viðskiptavinir eiga rétt á samkvæmt lögum sem gilda um slíkar ábyrgðir.