COVID-19

Uppfært: 06. apríl, 2020

Kæru viðskiptavinir


Í ljósi aðstæðna með hámarksfjölda viðskiptavina höfum við þurft að loka af verslun okkar til að geta þjónustað fleiri viðskiptavini í einu.

Athugið að nú eru inngangarnir fimm og mismunandi vörur í hverju hólfi/sölusvæði. Ekki er innangengt á milli hólfa og ef versla á vörur sem ekki eru í sama hólfi þarf að greiða fyrst fyrir vörur í einu hólfi og fara svo út til að færa sig yfir í næsta hólf/sölusvæði.

Vertu búinn að kynna þér hvert þú átt að fara áður en þú kemur til að heimsóknin verði sem styst. Einnig minnum við á að senda aðeins 1 úr hverri fjölskyldu til okkar til að takmarka fjölda gesta eins og hægt er.

Eftirfarandi aðgerðir fóru í gang föstudaginn 27.mars:

 • Samgangu á milli starfsfólks minnkuð, til þess að minnka líkur á smitdreifingu innan hópsins, komi til veikinda hjá starfsfólki. Kaffistofu lokað, húsinu skipt upp, aðskilnaðar á milli deilda og auknar áherslur á hreinlæti (handþvottur, spritt, andilitsgrímur og hanskar í boði).
 • Húsinu var skipt í sölusvæði.
 • Hvert svæði "sérverslun" með sérinngang og kassa.
 • Óheimilt með öllu að fara á milli svæða, svo vanti viðskiptavini eitthvað úr Garðalandi og Baðlandi, þá fer viðkomandi fyrst á svæði D, greiðir fyrir vörurnar og fer síðan á svæði B og greiðir fyrir vörurnar þar.
 • Dýr ekki velkomin í húsið á meðan á þessum aðgerðum stendur.
 • Starfsfólk beðið um að fara sem allra allra minnst á milli svæða og alls ekki í gegnum lokanir á milli svæða.

Við biðjum viðskiptavini um að sýna þessum tímabundnu ráðstöfunum skilning en í ljósi aðstæðna verður skert þjónusta. Alltaf er hægt að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið simaver@bauhaus.is eða í síma 515-0800.

Þær aðgerðir sem í gangi voru, eru að sjálfsögðu ennþá í gildi:

 • Snertilaus sprittstandur er við aðalinngang og handspritt á öllum upplýsingaborðum.
 • Sett hefur verið upp aðstaða með spritti, einnota hönskum og pappír við inngang í verslunina og við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér það.
 • Handkörfur hafa verið teknar úr notkun.
 • Kerrur eru sótthreinsaðar á milli viðskiptavina, viðskiptavinir geta nálgast sótthreinsaðar innkaupakerrur hjá þjónustuborði.
 • Allir snertifletir, þjónustuborð, posar og þjónustuhnappar eru þrifnir að minnsta kosti einu sinni á klukkutíma.
 • Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta sér snertilausar greiðslur.
 • Merkingar eru til staðar í gólfi, sem gefa til kynna 2 metra fjarlægð við afgreiðsluborð og á kassasvæði.
 • Húsinu hefur verið skipt upp í svæði, til þess að tryggja það að ekki séu of margir á sama rými í einu.
 • Almenn þrif hafa verið aukin, sérstaklega á starfsmannasvæðum.
 • Til þess að aðstoða okkur, við að uppfylla kröfur herts samkomubanns um hámark 20 aðila í sama rými þá biðjum við þig um að vera vel undirbúinn fyrir heimsóknina þína til okkar, svo að hún vari sem styðst.

Frá á með 24. mars, verður gripið til frekari inngripa:

 • Þjónustu sem krefst langrar viðveru viðskiptavinar, svo sem BoMann fataskápasölu, verður hætt tímabundið.
 • Þjónusta sem krefst nálægðar á milli viðskiptavina og sölumanna verður tímabundið hætt, svo sem burði út í bíl fyrir viðskiptavini.
 • Gæludýr verða óheimil í versluninni, að undanskyldum leiðsöguhundum.
 • Það verður ekki heimilt að koma inn í hópum, við hvetjum vinnustaði og heimili til þess að senda aðeins einn aðila til að versla hverju sinni.
 • Matsölustaðnum, Bristól, hefur verið lokað.

 

VERIÐ VELKOMIN Í BAUHAUS!
Opið virka daga frá kl.08.00-19.00 og um helgar frá kl.10.00-18.00.