Kæri viðskiptavinur,
Það gleður okkur í BAUHAUS mikið að búið sé að aflétta þeim fjöldatakmörkunum sem áður voru í gangi. Við höfum nú leyfi til að taka á móti 100 manns í stað 10 áður svo við hættum með 5 hólfa skiptinguna, sem áður var í gangi. Við munum þó skipta vöruhúsi okkar í tvennt þar sem Drive In timbursala verður lokuð af frá hinum hluta vöruhússins.
Við höldum þó áfram að taka Covid19 alvarlega og verðum með ráðstafanir til að forðast smit
Við biðjum áfram viðskiptavini um að sýna þessum ráðstöfunum skilning og tillitsemi því við viljum gera hlutina rétt. Þú getur alltaf haft samband við okkur með tölvupósti á netfangið simaver@bauhaus.is eða í síma 515-0800.
Við fylgjumst áfram vel með ástandinu og förum ávallt eftir leiðbeiningum Almannavarna. Sem stendur er opnunartími í verslun og á Fyrirtækjasviði óbreyttur og viljum við hvetja viðskiptavini Fyrirtækjasviðs til þess að senda póst á sala@bauhaus.is eða hafa samband í síma 515-0869.
Með kærri kveðju,
BAUHAUS