COVID-19

UPPFÆRT 31. júlí 2020

Kæru viðskiptavinir,

Gripið er til hertra aðgerða á ný gegn kórónuveirunni. Hjálpumst að, sendum einn aðila eftir því sem okkur vantar, höldum 2 metra fjarlægð og stoppum stutt. Ekki koma í vöruhúsið ef minnsti grunur er um smit, veikindi eða ef fundið er fyrir flensueinkennum.
Til þess að uppfylla hert viðmið samkomubanns þá biðjum við viðskiptavini okkar um að vera vel undirbúna áður en þeir koma til okkar. Sjáum til þess að það sé aðeins einn frá hverju heimili eða hverjum vinnustað.

Lokað hefur verið á milli Drive-in Timbursölu og Fyrirtækjasviðs.

Viðskiptavinir hafa aðgang að spritti og hönskum við innanga og öll þjónustuborð. Aðstaða til handþvottar er í anddyri aðalinngangs. Tryggt er að ekki séu fleiri en 100 aðilar í hvoru húsi.

Við biðjum viðskiptavini um að sýna þessum tímabundnu ráðstöfunum skilning.

Við hjá BAUHAUS höldum áfram að vinna eftir ákveðnum vinnureglum og biðjum við því viðskiptavini okkar um þolinmæði og tillitsemi sem áður fyrr. Við þökkum fyrirfram þá biðlund sem okkur hefur verið sýnd í þessum fordæmalausu aðstæðum.

Opnunartímar eru þeir sömu, virka daga frá kl.08.00-19.00 og frá kl.10.00-18.00 um helgar.

Verið velkomin í BAUHAUS!