COVID-19

Uppfært: 11. MAÍ, 2020

Kæru viðskiptavinir

Nú þegar takmörkunum vegna COVID-19 var aflétt að hluta þann 4.maí hefur okkur í BAUHAUS gefist möguleiki á að fækka sölusvæðum á ný í 4 og jafnframt taka á móti fleiri viðskiptavinum á hverju svæði. Ekki verður þó innangengt á milli svæða.
Við hvetjum alla til að þvo sér, vel og spritta og vera jafnframt búna að kynna sér hvert eigi að fara til að heimsóknin verði sem styst.
Með þessum aðgerðum vonumst við til þess að biðröðum fækki og við getum aðstoðað fleiri. Þolinmæði og tillitsemi er ennþá það sem virkar og við þökkum fyrirfram þá biðlund sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt í þessu fordæmalausu aðstæðum.

Opnunartímar verða áfram þeir sömu, virka daga frá kl.08.00-19.00 og frá kl.10.00-18.00 um helgar
Verið velkomin í BAUHAUS!

Eftirfarandi aðgerðir fóru í gang föstudaginn 27.mars:

 • Samgangu á milli starfsfólks minnkuð, til þess að minnka líkur á smitdreifingu innan hópsins, komi til veikinda hjá starfsfólki. Kaffistofu lokað, húsinu skipt upp, aðskilnaðar á milli deilda og auknar áherslur á hreinlæti (handþvottur, spritt, andilitsgrímur og hanskar í boði).
 • Húsinu var skipt í sölusvæði.
 • Hvert svæði "sérverslun" með sérinngang og kassa.
 • Óheimilt með öllu að fara á milli svæða, svo vanti viðskiptavini eitthvað úr Garðalandi og Baðlandi, þá fer viðkomandi fyrst á svæði D, greiðir fyrir vörurnar og fer síðan á svæði B og greiðir fyrir vörurnar þar.
 • Dýr ekki velkomin í húsið á meðan á þessum aðgerðum stendur.
 • Starfsfólk beðið um að fara sem allra allra minnst á milli svæða og alls ekki í gegnum lokanir á milli svæða.

Við biðjum viðskiptavini um að sýna þessum tímabundnu ráðstöfunum skilning en í ljósi aðstæðna verður skert þjónusta. Alltaf er hægt að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið simaver@bauhaus.is eða í síma 515-0800.

Þær aðgerðir sem í gangi voru, eru að sjálfsögðu ennþá í gildi:

 • Snertilaus sprittstandur er við aðalinngang og handspritt á öllum upplýsingaborðum.
 • Sett hefur verið upp aðstaða með spritti, einnota hönskum og pappír við inngang í verslunina og við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér það.
 • Handkörfur hafa verið teknar úr notkun.
 • Kerrur eru sótthreinsaðar á milli viðskiptavina, viðskiptavinir geta nálgast sótthreinsaðar innkaupakerrur hjá þjónustuborði.
 • Allir snertifletir, þjónustuborð, posar og þjónustuhnappar eru þrifnir að minnsta kosti einu sinni á klukkutíma.
 • Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta sér snertilausar greiðslur.
 • Merkingar eru til staðar í gólfi, sem gefa til kynna 2 metra fjarlægð við afgreiðsluborð og á kassasvæði.
 • Húsinu hefur verið skipt upp í svæði, til þess að tryggja það að ekki séu of margir á sama rými í einu.
 • Almenn þrif hafa verið aukin, sérstaklega á starfsmannasvæðum.
 • Til þess að aðstoða okkur, við að uppfylla kröfur herts samkomubanns um hámark 20 aðila í sama rými þá biðjum við þig um að vera vel undirbúinn fyrir heimsóknina þína til okkar, svo að hún vari sem styðst.

Frá á með 24. mars, verður gripið til frekari inngripa:

 • Þjónustu sem krefst langrar viðveru viðskiptavinar, svo sem BoMann fataskápasölu, verður hætt tímabundið.
 • Þjónusta sem krefst nálægðar á milli viðskiptavina og sölumanna verður tímabundið hætt, svo sem burði út í bíl fyrir viðskiptavini.
 • Gæludýr verða óheimil í versluninni, að undanskyldum leiðsöguhundum.
 • Það verður ekki heimilt að koma inn í hópum, við hvetjum vinnustaði og heimili til þess að senda aðeins einn aðila til að versla hverju sinni.
 • Matsölustaðnum, Bristól, hefur verið lokað.

 

VERIÐ VELKOMIN Í BAUHAUS!
Opið virka daga frá kl.08.00-19.00 og um helgar frá kl.10.00-18.00.