Sérvinnsla

Við bjóðum upp á ýmsa sérvinnslu í vöruhúsinu.

Plötusögun

Þú getur fengið plötur sagaðar eftir máli. Ef þig vantar hillur, borðplötur eða hvað sem er þá sögum við plötur í réttar lengdir og breiddir. 

Við sögum borðplötur sem keyptar eru í BAUHAUS til eftir máli - allt eftir þínum óskum.
Borðplöturnar setjum við einnig saman í 45 eða 90 gráðum. Komdu í vöruhúsið með málin og teikningu af óskaborðplötunni þinni.

Litablöndun

Hjá okkur færðu rétta litinn með COLOR-EYE litakerfinu. Þú þarft bara að taka með þér ljósþétt sýnishorn sem er að minnsta kosti 2 x 2 cm. Komdu við í málningardeildinni og fáðu frekari upplýsingar.

Lyklaþjónusta

Kíktu við hjá okkur ef að þig vantar lykla, við smíðum lykla á meðan þú bíður.