+ Hvernig panta ég kerru hjá BAUHAUS?
Hægt er að panta kerrurnar okkar í gegnum heimasíðuna, en þú getur líka bókað kerru beint úr bókunartölvunum okkar, sem staðsettar eru í vöruhúsinu.
+ Hvernig fæ ég kerruna afhenta?
Þú færð kerruna afhenta í Drive-in í vöruhúsinu. Starfsfólk aðstoðar þig við ferlið og afhendir þér kerruna. Við afhendingu framvísar leigutaki ökuskírteini sínu til að hægt sé að kanna hvort það stemmir við upplýsingar á leigusamningnum.
+ Þarf ég að skoða kerruna frá BAUHAUS?
Lán- eða leigutaki ætti alltaf að skoða kerruna frá BAUHAUS þegar hann fær hana í hendur til að kanna ástand kerrunar, þá sérstaklega hvort hún hefur verið þrifin, er í notkunarhæfu ástandi og gallalaus. Ef ágallar koma í ljós skal tafarlaust tilkynna BAUHAUS um það.
+ Afhending/skil á kerru frá BAUHAUS.
Það þarf að skila BAUHAUS kerunni hreinni, eigi síðar en á fyrirfram ákveðnum skilatíma í samningi, en þó ævinlega innan opnunartíma vöruhússins. Ef kerran er skilin eftir á bílastæði BAUHAUS utan opnunartíma vöruhússins er BAUHAUS heimilt að halda eftir tryggingargjaldinu. Ef kerrunni er ekki skilað fyrir umsaminn afhendingartíma er innheimt vanskilagjald sem nemur 9.000 kr. fyrir hverja hafna klukkustund. Ef leigðu BAUHAUS kerrunni er ekki skilað hreinni og snyrtilegri þarft þú að greiða þrifagjald sem nemur 9.000 kr. og er dregið af tryggingargjaldinu. Kerrunni verður alltaf að skila á sama stað og hann var afhentur á.
+ Get ég framlengt leiguna á BAUHAUS kerrunni?
Samninginn er aðeins hægt framlengja með því að gera nýjan, skriflegan samning.
+ Hver hefur heimild til að aka með kerruna?
BAUHAUS kerru skal einungis ekið af lántaka.
+ Er BAUHAUS kerran tryggð?
BAUHAUS kerrur eru tryggðar hjá BAUHAUS. Varðandi tjón gildir sjálfsábyrgð sem nemur 47.000 kr. og BAUHAUS áskilur sér rétt á að halda eftir fyrirfram greiddu tryggingargjaldi að hluta eða í heild til að mæta þeirri upphæð. Þetta á ekki við ef lántaki hefur greitt sjálfábyrgðartryggingu. Svo fremi sem tjónið eða tapið nemur hærri upphæð en tryggingargjaldið skal leigutaki greiða 28.500 kr. til viðbótar, eða heildarsjálfsábyrgðartryggingu sem nemur 47.000 kr. Reynist tjónið eða tapið nema fjárhæð sem er undir sjálfsábyrgðarupphæðinni er mismunurinn greiddur út til lántaka við endanlegt uppgjör frá BAUHAUS. Ef tryggingin tekur gildi er óheimilt að krefjast frekari greiðslna af lántaka, umfram sjálfsábyrgðina. BAUHAUS er ekki ábyrgt fyrir tjóni á fólki eða eignatjóni sem verður í tengslum við kerruna, þ.m.t. skemmdir sem kunna að verða á ökutæki lántaka. BAUHAUS ber heldur enga bótaskyldu vegna taps sem leiðir af töfum á vinnu o.fl. sem kann að orsakast af bilunum í búnaði kerrunnar. BAUHAUS skal undir engum kringumstæðum teljast ábyrgt fyrir tapi á hagnaði eða afleiddu tjóni hjá lántaka eða þriðja aðila. Kerrunni fylgir ekki lás og því er gott að koma með eigin hengilás eða keðjulás ef lántaki vill læsa farminn inni í kerrunni.
+ Hversu hratt er heimilt að aka með BAUHAUS kerru?
Leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Ævinlega skal fylgja fyrirmælum á vegaskiltum og miða aksturinn við aðstæður.
+ Hvað á ég að gera ef ég ek út af eða það springur dekk á BAUHAUS kerrunni?
Þá skal draga kerruna eins langt út í vegarkantinn og unnt er til að hún hindri ekki umferð annarra ökutækja. Hafðu tafarlaust samband við BAUHAUS. Hafið í huga að jafnvel þótt kerran sé tryggð ert þú eftir sem áður ábyrg(ur) fyrir tjóni sem kann að leiða af skorti á viðhaldi og vanrækslu, svo sem ef ökumaður hefur gleymt að lyfta nefhjólinu.
+ Hvers konar innstungu þarf ökutækið mitt að hafa til að geta ekið með BAUHAUS kerru?
BAUHAUS kerrur eru með 13 skauta tengi sem staðalbúnað. Kerrunum fylgir gormakapall með 13 skauta tengi á báðum endum. Ef þú ert í vafa um hvernig setja á upp 13 skauta tengið í ökutækinu/kerruna eru uppsetningarleiðbeiningar til staðar á kerrunni.
+ Fékkstu stöðubrotssekt?
Ef þú færð stöðubrotssekt fyrir að leggja kerru sem þú leigir hjá BAUHAUS ólöglega ber þér að greiða þá sekt sjálf(ur). Verði sektin ekki greidd áður en fresturinn rennur út færðu sendan reikning frá BAUHAUS fyrir sektarfjárhæðinni, að viðbættum innheimtukostnaði.
+ Hvað er heimilt að flytja í BAUHAUS kerru?
Heimilt er að flytja hvaða farm sem er sem leyfilegur er samkvæmt lögum og sem ekki skilur eftir sig sýnileg ummerki í kerrunni. BAUHAUS kerrur má þó ekki framleigja eða nýta til flutninga á fólki eða dýrum. Mundu að festa alltaf tryggilega allan farm sem flytja á í BAUHAUS kerru.
+ Hvernig á að staðsetja farm í BAUHAUS kerrunni?
Farminn ætti að staðsetja eins jafnt og unnt er í kerrunni. Þungan varning er best að staðsetja yfir hjólaöxlunum. Mundu að festa alltaf tryggilega allan farm sem flytja á í BAUHAUS kerru.
+ Hvaða áhætta fylgir ofhleðslu?
Ekki má setja þyngri farm á BAUHAUS kerru en uppgefna hámarksþyngd á þyngdartöflum. Þyngdartöflurnar eru á sýnilegum stað í kerrunni. Hugaðu vel að þyngdinni þegar þú setur t.d. sand, möl eða annað þungt efni á kerruna, til að komast hjá ofhleðslu. Akstur með yfirþyngd eykur hættuna á því að kerran byrji að rása.
+ Hvað þýðir „kúluþrýstingur“ á króknum á bílnum?
Þegar kerran er fest við ökutækið á þyngdin á kúlutenginu, það er að segja þyngd þrýstingsins sem kerran setur á dráttarkrók ökutækisins, að vera 50–80 kg. Kúluþrýstingur er mismunandi eftir ökutækjum en má aldrei fara yfir 100 kg. Akstur með of miklum eða of litlum kúluþrýstingi eykur hættuna á því að kerran byrji að rása.
+ Hversu stórar eru BAUHAUS kerrurnar?
Flutningakerra/lokuð kerra Slíkar kerrur eru 1000 kg að heildarþyngd og þær má hlaða sem nemur 538 kg. Ummál vagnkassans eru: 153 cm á breidd 150 cm á hæð 260 cm á lengd Opin kerra (tveir ásar) Slíkar kerrur eru 1000 kg að heildarþyngd og þær má hlaða sem nemur 690 kg. Innanmálin eru: 258 cm á lengd 143 cm á breidd 35 cm hæð á hliðum Allar kerrurnar okkar eru með króka fyrir festitaugar á hliðunum og kerruhemla.
+ Hversu mikið þarf ég að borga í tryggingargjald?
Tryggingargjaldi sem nemur 18.500 kr. - er haldið eftir á reikningnum þínum. Það geta liðað allt að 30 dagar, óháð tegund korts, þar til að færsluhirðir leysir tryggingarféð þitt aftur. Þeirri upphæð er ætlað að vera trygging fyrir hugsanlegu tjóni eða þjófnaði á kerrunni, sektum, tjóni sem leiðir af því að kerran sé ekki sótt eða henni skilað á réttum tíma, kostnaði við þrif eða umframleigu ef til fellur.
+ Hvað gerist ef BAUHAUS kerra hefur verið bókuð en er ekki sótt?
Ef þú getur einhverra hluta vegna ekki sótt bókaða BAUHAUS kerru á umsömdum tíma getur þú afbókað hana allt að klukkustund fyrir umsaminn afhendingartíma og þá verða aðeins skuldfærðar 500 kr. í bókunargjald. Afbókanir skulu fara fram í sjálfsafgreiðsluþjónustu gegnum www.BAUHAUS.is. Ef bókuð BAUHAUS kerra hefur ekki verið sótt innan klukkustundar frá umsömdum afhendingartíma er heimilt að afturkalla bókunina og eru þá skuldfærðar 4.000 kr. í vanefndagjald af tryggingargjaldinu.
+ Almennir skilmálar fyrir leigu á kerru hjá BAUHAUS.
Sjá viðauka með almennum skilmálum.
+Kemur upp villumelding þegar þú ert að slá inn persónuupplýsingar ?
Prófaðu að setja 0 fyrir framan póstnúmerið.