
Hér á þessari síðu má finna spurningar og svör við algengustu spurningum er varðar hverja deild hjá BAUHAUS!
+ DRIVE-IN
+ Er áhaldaleiga í BAUHAUS?
Nei, við bjóðum ekki uppá áhaldaleigu.
+ Er boðið upp á sögun í BAUHAUS?
Borðplötusögun, en afgreiðsla pantana tekur ca 3-5 virka daga. Nauðsynlegt er að koma með staðfest mál á teikningu til að tryggja rétta útkomu. Það er alltaf ábyrgð kaupenda að koma með rétt mál. Aðeins er opið í þessari sögun á virkum dögum frá kl.08.00-17.00. Sögunin er staðsett inn í timburdeild. Það er ekki í boði flýtimeðferð í söguninni. Plötusögun í Drive In: Er opin á opnunartíma vöruhúss. Starfsmenn Drive In sjá um sögun og í gangi er biðraðakerfi. Hver sögun kostar 550 kr.
+ TIMBURDEILD
+ BAÐLAND
+ Hvaða vörumerki eru þið með af blöndunartækjum?
Hans Grohe, Grohe, Damixa, Camargue og Adora. Yfir 150 mism. gerðir.
+ Hvað þarf að hafa í huga þegar keypt er sér salernisseta?
Hafa í huga lögun setunnar, einnig lengd frá festingum að klósettbrún og breidd salernisins. Þá þarf að mæla líka á milli festinganna á setunni. Best væri að útbúa skapalón af setunni til að tryggja að keypt sé eins seta. Af hreinlætis- og sóttvarnarástæðum er ekki hægt að skila setum sem teknar hafa verið úr umbúðunum.
+ Hvaða aukabúnað er hægt að kaupa þegar keyptur er rafmagnspottur?
Klór, síuhreinsi, wi-fi, loklyftur, síuþvottavél. Af mörgu að velja.
+ Bjóðið þið uppá öryggisvörur á baðherbergi?
Já, erum með mikið úrval af öryggisvörum á baðherbergi, t.d. breið öryggishandföng, upphækkanir, stuðningsgrindur, stóla, salerni og fleira til að tryggja öryggi allra á baðherberginu.
+ LJÓSADEILD
+ Eru til útiljós í BAUHAUS?
Já, við erum með mikið úrval ljósa, t.d. frá EGLO, Nordlux, Ledvance (Osram) og Philips Hue.
+ Eru til inniljós í BAUHAUS ?
Já, við erum með mikið úrval ljósa, t.d. frá EGLO, Nordlux, Ledvance (Osram), Philips Hue, Anneta, Mark Slöjd, Blobo ofl.
+ Eru til votrýmisljós?
Já, við erum með allar helstu stærðir frá Ledvance, Nordlux og Voltolux.
+ Seljiði ljósaperur?
Já, mikið úrval af LED perum, flúorperum og skrautperum. Helstu stærðir eru E14, E27 og GU10.
+ Er til pera sem heitir Edison?
Já.
+ Eru til LED borðar?
Já, mikið úrval og margar lengdir.
+ Er hægt að nota LED borða utandyra?
Nei, það er ekki hægt.
+ Er hægt að kaupa snúrur og kapla í metratali?
Já, við erum með flottan bar af snúrum sem seldar eru í metratali.
+ Eru seldir ofnar í BAUHAUS?
Já, mikið og gott úrval af helstu gerðum.
+ MÁLNINGADEILD
+ GARÐALAND
+ Eru til mosatætarar?
Já, frá Makita og ALKO.
+ Eru til greinakurlarar?
Já, frá Ryobi, Bosch, Makita og ALKO.
+ Eru til slátturof?
Já, bæði rafmagns, rafhlöðu og bensín. Vinsælustu merkin eru Ryobi, ALKO, Bosch, Makita og Gardol.
+ Eru til sláttuvélar?
Já, mikið af rafmagns, rafhlöðu og bensín sláttuvélum frá Ryobi, ALKO, Makita og Gardol.
+ Eru til slátturóbótar/þjarkar?
Já, róbótar frá Worxs, ALKO, Gardena, Powerworks og Bosch.
+ Eru til tjarnadælur/brunndælur?
Já, við eigum flott úrval af dælum frá Gardena, ALKO, Ryobi og Metabo.
+ Eru til heimaveitudælur?
Já, við eigum dælur frá Gardena og ALKO sem henta vel í bústaði.
+ Er hægt að kaupa vörur í tjarnir?
Já, við eigum flotta deild með tjarnadælum, slöngum, dúkum, ljósum og öllu sem þarf.
+ Er hægt að kaupa slöngur í metratali?
Já, við eigum mikið úrval af mism. stærðum og gerðum í metratali.
+ Eru til grill?
Já, mikið úrval, bæði af grillum og grillaukahlutum. Erum með Weber, Napoleon, Kingstone, Treager, Broilking, Outdoorchef, Massport og Grillstar. Vinsælir aukahlutir eru pizzasteinn, grænmetisbakki, yfirbreiðsla, grillbrusti og tangir.
+ Ertu til eldstæði?
Mikið úrval af eldstæðum og kamínum. Erum einnig með eldivið, birki, ösp, lerki og furu.
+ Ertu til pottablóm?
Já, mikið úrval af inni- og útiblómum á góðu verði. Úrvalið ræðst af árstíð.
+ Er til mold?
Já, flott úrval, t.d. sáðmold, alhliðamold, rhodadendorn mold, spagnum svo meira sé nefnt.
+ VERKFÆRADEILD
+ Hvað vörumerki hafið þið af rafmagnsverkfærum?
Bosch, Dewalt, Bosch Proffesional, Ryobi, Black & Decker, Makita, Metabo og Fein
+ Seljið þið borvélar?
Já, við seljum margar týpur og gerðir af borvélum.
+ Hvernig bora hafið þið í borvélunum ykkar?
Fyrir tré, steypu, járn og alhliða bora.
+ Seljið þið háþrýstidælur?
Já, mikið úrval af háþrýstidælum frá Kärcher, Nilfisk, Ryobi og Ava.
+ Seljið þið nagla og skrúfur?
Já, við erum með mikið úrval af nöglum og skrúfum. Hjá okkur er í boði að kaupa akkúrat það magn sem þig vantar en við erum með heilan gang af skrúfum í lausu.
+ Seljið þið almenn verkfæri?
Já, það gerum við. Mikið úrval af hömrum, hornlyklum, töngum, skiptilyklum, skrúfjárnum, rakamælum, hallamálum, mælitækjum og öðrum almennum verkfærum
+ Seljið þið hluti í geymsluna?
Já heldur betur, marga geymslukassa í mörgum stærðum og gerðum. Einnig fjölbreytt úrval af hillum fyrir geymslur og verkfæri.
+ Seljið þið handföng og hurðahúna?
Já, með mikið úrval af handföngum, hurðarhúnum og öðru slíku fyrir hurðir og skápa.
+ ANNAÐ
+ Netföng í BAUHAUS.
Garðaland – gardaland@bauhaus.is Málningadeild – malningadeild@bauhaus.is Ljósadeild – ljosadeild@bauhaus.is Verkfæradeild – verkfaeradeild@bauhaus.is Baðland – badland@bauhaus.is Timburdeild – timburdeild@bauhaus.is Fyrirtækjasvið – sala@bauhaus.is Auglýsingar og styrkir – markadsmal@bauhaus.is Þjónustuborð – upplysingar@bauhaus.is
+ Seljið þið búsáhöld?
Nei, við seljum ekki búsáhöld, en við seljum grillaukahluti.
+ Seljið þið eldhústæki?
Nei, við seljum ekki eldhústæki, en í sumum eldhúsinnréttingum sem við seljum, fylgja þau með.
+ Seljið þið gæludýravörur?
Nei, við seljum ekki gæludýravörur.
+ Er hægt að sjá vöruúrvalið á netinu?
Því miður erum við ekki ekki komin með vöruúrvalið á netið en við setjum blöðin sem eru í gangi hverju sinni inn á heimasíðuna okkar, undir “nýjasta blaðið” og þar er hægt að sjá brot af því sem er vinsælt hverju sinni eða tilheyrir þeirri árstíð sem er í gangi.
+ Eru þið með netverslun?
Því miður höfum við ekki ennþá fengið netverslun en það er hægt að panta vörur í símaverinu okkar, simaver@bauhaus.is og í síma 515-0800.
+ Hvaða þjónustu bjóðið þið uppá?
Við bjóðum upp á kerruleigu, litablöndun í málningadeild, lyklasmíði, borðplötusögun eftir máli og plötusögun í Drive In og gjafakort.
+ Hverjir eru opnunartímar Fyrirtækjasviðs?
Virka daga, frá kl.09.00-17.00.