Hafðu samband

Verðvernd

BAUHAUS á Facebook

5 ára ábyrgð

Drive-In Timbursala

Drive-In Timbursala

Garðaland

Garðaland

Profi depot

Profi depot

Nautic

Nautic

 

Þýska fyrirtækið BAUHAUS er ein stærsta verslanakeðjan á byggingasviði í Evrópu og rekur yfir 220 verslanir í 15 Evrópulöndum. Þær vinna allar eftir „allt undir einu þaki“ hugmyndafræðinni og bjóða því upp á gríðarlegt vöruúrval.  Verslunin á Íslandi er undir stjórn Þjónustumiðstöðvarinnar fyrir Norðurlöndin, sem liggur í Tilst, í Árósum í Danmörku. Þaðan er öllum innkaupum, markaðssetningu og rekstri stjórnað.

 

Hér á heimasíðunni finnur þú flest það sem þig gæti vantað að vita um BAUHAUS. Þú getur svo einnig lesið nýjustu tilboðsblöðin og athugað hvort að það séu laus störf hjá okkur.

 

Við hlökkum til að sjá þig!

 

BAUHAUS er frumkvöðull að hugmyndafræðinni „allt undir einu þaki“. Keðjan kynnti hugtakið árið 1960 þegar hún opnaði fyrstu verslunina í Mannheim í Þýskalandi. Hugmyndafræðin gekk út á að iðnaðarmenn sem og ófaglærðir (Do it yourself/sjálfvirkjar) gætu komið og verslað allt undir einu þaki, í stað þess að þurfa fara í margar sérverslanir til að finna verkfæri og önnur áhöld. Í BAUHAUS var hægt að finna allt til verksins undir sama þaki. Allt frá borvélum til sumarblóma, eða frá málningu til baðinnréttinga. BAUHAUS hugtakið var einstakt.

 

BAUHAUS hefur verið starfrækt í rúm 50 ár og hefur fyrir löngu sannað tilveru sína með gríðarlegu vöruúrvali, gæðavöru, faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu.

 

Markmið BAUHAUS frá upphafi var geta boðið viðskiptavinum sínum mikið vöruúrval, faglega ráðgjöf, góða þjónustu og gæðavörur á góðu verð á einum staði. Það var algjörlega ný leið til að reka sérverslun á þessum árum og þetta er enn kjarninn í rekstri BAUHAUS

 

Venjuleg BAUHAUS verslun býður upp á ríflega 120.000 vörunúmer, og allar verslanir hafa allt fyrir garðinn. BAUHAUS býður upp á breitt vöruúrval í vöruflokkum s.s. rafmagnsvörum og lýsingu, baðherbergisvörum, verkfærum, smávörum, málningu, hillum og geymslum, flísum, gólfefnum, garðvörum og inni- og útiplöntum.

 

Markmið BAUHAUS er að bjóða upp á mesta vöruúrvalið á markaðnum og góða þjónustu. Til að tryggja góða þjónustu og faglega ráðgjöf, leggur BAUHAUS mikla áherslu á að allir starfsmenn fái þjálfun og menntun á því vörusviði sem þeir sinna mest. Síðast en ekki síst þá er eitt af aðalmarkmiðum BAUHAUS að bjóða samkeppnishæf verð og þess vegna er verðvernd á öllum vörum.

 

Í samræmi við grunnhugmynd BAUHAUS þá eru verslanirnar innréttaðar með þarfir viðskiptavinarins í fyrirrúmi. Í 15 sérdeildum, þá getur viðskiptavinurinn valið úr yfir 120.000 vörum. Öllum vörunum er svo komið fyrir á aðgengilegan og aðlaðandi hátt.

 

Í ljósu og björtu verslunarrýminu þá getur viðskiptavinurinn ratað eftir hillukerfum sem færa hann auðveldlega að þeirri deild sem hann leitar að. Við sjáum svo til þess að vörum sé raðað upp á þann hátt að auðvelt er að sjá hvað er til og að viðskiptavinurinn geti fundið það sem hann vantar á fljótan og öruggan máta.

 

Árangur fyrirtækja er hægt að mæla með því að skoða starfsfólk þeirra. Það þýðir þá einnig að fyrirtæki getur aldrei verið betra en starfsfólkið er. Hjá BAUHAUS þá spilar starfsfólkið lykilhlutverk í vegsemd fyrirtækisins.

 

BAUHAUS gerir miklar kröfur til starfsfólksins síns. Á móti, þá er BAUHAUS mjög góður vinnustaður, þar sem allir njóta virðingar. Það eru haldin námskeið fyrir einstaklingana til þess að þeir geti þroskast á bæði faglegan- og einstaklingsbundinn máta hjá BAUHAUS. Þegar við leitum að nýjum vinnufélögum eða stjórnendum, þá leitum við alltaf fyrst í okkar eigin röðum.

 

Við trúum því að með því að halda starfsfólkinu okkar ánægðu og með því að hvetja það, þá tryggjum við best áframhaldandi vöxt fyrirtækisins til lengri tíma litið. Þess vegna er kjarninn í starfsmannastefnu BAUHAUS að laða fram hugmyndir frá starfsfólkinu okkar sjálfu og hvetja það til að taka ábyrgð og vinna sjálfstætt.

 

Við erum mjög stolt af samstarfsfólkinu okkar og við erum líka mjög stolt yfir því að á hverju ári eru fleiri og fleiri sem leita eftir því að hefja starfsferilinn sinn í BAUHAUS.